Friday, March 31, 2006

Voruði búin að sjá Elvis?

Ég er búin að vera hálfslöpp og í gærdag náði slappleikinn hámarki svo ég ákvað að taka mér dag í að reyna að ná mér, hvíla mig eins mikið og ég gat og byggja upp ónæmiskerfið.
Ég kláraði að lesa "In Cold Blood."
Dáðist að því hvað hún var vel skrifuð,
horfði aðeins meira á það hvernig myndin Capote var gerð og hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir.

* Gaurinn sem lék bróðurinn á Judging Amy skrifaði handritið
* húsið þar sem morðin áttu sér stað og er eingungis notað í einu-tveim atriðum, var erfitt að finna, mndin er tekin í Winnipeg sem líkist Kansas að mörgu leyti en ekkert gott hús fannst sem passaði nógu vel sem aðal húsið fyrr en aðstandendur myndarinnar fundu hús sem hafði verið yfirgefið í 50-60 ár og það kostaði fór 1/3 af heildarkostnaðinum við alla myndina í að gera upp þetta hús. Sem sést í einu, tveim atriðum.
* maðurinn sem lék Perry Smith brotnaði oft saman á meðan hann lék í myndinni.
* hver einasti aukaleikari sem sést í myndinni er valinn af leikstjóranum sjálfum.

Allaveganna,
nú er kominn tími til að hætta að gleyma sér yfir bók og kvikmynd og fara að einbeita sér að því að klára þrjár ritgerðir og fara á barþjónanámskeið um helgina, og ná tökum á skólamálum og LÍN og öllu því stússi.

En ég mæli með 'In coold blood', ekkert smá vel skrifuð bók.

|

Wednesday, March 29, 2006



Voðalega finn ég alltaf mikinn mun á mér orkulega þegar veðrið verður betra.
Nú er formlega að koma vor hér, ekki platvor, svona þegar hitinn verður hár og allt byrjar að blómstra og grænka og svo allt í einu "nei bara djók, nú kemur vonda veðrið aftur, ekki treysta neinu, og lifið í óvissunni" eins og á mínu ástkæra föður og móður-vina og fjölskyldu landi.

Nei,
nú er komið svona,
hei, þegar veturinn er búinn kemur vor og við erum ekki að djóka, og bráðum kemur sumar og þú getur treyst því að þegar þú pakkar niður dúnúlpunni þarftu ekki að taka hana upp aftur fyrr en í október......
vor.

Sumum finnst ég kannski vera föðurlands-svikari að tala svona um veðrið á landinu sem ég elska eins og fjölskyldumeðlim, en Dr.Gunni gerði það í DV og núna geri ég það líka: íslenskt veður er nó fön beibís, nó fön.

En vatnið er gott, fólkið eins og best verður á kostið, náttúran falleg, ódýrt að htia húsin sín, gaman á djamminu og fullt af öðrum kostum.

En það er fyndið hvað veðrið hefur áhrif á skap í svona lofthaus eins og mér.
Um leið og sólin fer að skína fyllist ég af krafti og finn að núna er kominn tími til að ná af sér aukakílóunum, taka skólann af krafti, finna góða sumarvinnu, gera jafnvel garðinn sætan og ég veit ekki hvað og hvað. Allt af því að sólin skín.
Og þegar dagarnir eru gráir (sem þeir eru oft, oft oft hér, sérstaklega á veturna) þá er maður eitthvað....."jæja best að fara heim og baka smákökur og liggja undir sæng um miðjan dag og horfa á grey´s anatomy þátt sem ég tók upp í gær."

Vá mar,
ef ég byggi í Kaliforníu eða á Havæ þá væri ég kannski bara alltaf í stuði og full af orku.

p.s. Myndin hér að ofan er af tilefni þess að ég fékk A plús (æi hvar er plús táknið) á miðannarprófinu í listasögu um daginn.
Hún heitir Garden of Eerthly Delights og er eftir Hieronymous Bosch, frá 1599, ef ég man rétt.

|

Tuesday, March 28, 2006

Ég er að lesa bók fyrir skólann sem er full af litlum reynslusögum blaðamanna. Ein blaðakona vitnar í sjálfa sig úr grein sem hún skrifaði um aftökuna á Ted Bundy í Flórdía:

"One young mother had taken her 6-year-old twin daughters out of schoola nd, along with an infant, driven up from ORlando for what she called an educational "field trip." In the pre-dawn darkness, there were her adorable twins, dressed in matching lavender jackets, chanting "Fry Bundy, fry Bundy," before the television cameras."

Datt í hug að deila með ykkur.

|

Monday, March 27, 2006

Pirrandi þegar maður er að horfa á viðtal sem maður heldur að verði áhugavert en viðtalið eyðist allt í að viðmælandinn þarf að útskýra muninn á a og b fyrir spyrlinum sem hafði ekki fyrir því að kynna sér.......

æi skiptir ekki máli

ég held ég fari að sofa núna,
ég er með laukbragð í munninum
illt í hálsinum

og gleymdi að skila inn skattskrýslu til Íslands.

Fret, hræk, hóst

|

Sunday, March 26, 2006

Ég horfði á Capote í gærkvöldi.
Pirraðist yfir hvað nýju nágrannarnir á neðri hæðinni hafa sjónvarpið hjá sér hátt stillt. Ákvað að byrja að hafa augun opin fyrir annarri og betri íbúð til að leigja.

Í dag komst ég að því að tengda-afi minn sem ég náði aldrei að hitta af því að hann dó áður en að ég kom í fjölskylduna var viðstaddur henginguna sem sýnd var í myndinni.

Svo að afi mannsins míns hefur hitt Truman Capote sem hefur hitt Marilyn Monroe.
Ég á vinkonu sem heitir Sigga, ég hef tekið í höndina á henni, hún tók einhvern tímann í höndina á afa sínum, sem tók í höndina á Adolf Hitler þegar hann tók þátt í Ólympíuleikunum í Þýskalandi 1936.

Já það er margt skrýtið sem maður hugsar um stundum.

Í dag fór ég og þreif hús tengda-afa míns og ömmu- og hugsaði á meðan um leigumarkaðinn, fasteignamarkaðinn, framtíðina mína, atvinnuhorfur og skólamál.
Að því loknu fór ég og fjárfesti í bók sem ber nafnið "In Cold Blood" höfundur: Truman Capote. Sá að hún var númmer eitt yfir mest seldu kiljurnar, djöfull er ég meinstrím.

|

Saturday, March 25, 2006

Æ æ æ.........

eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég tekið eftir ákveðnum hlutum þegar ég kem heim til landsins í heimsókn, eða þegar ég fylgist með íslenskum fjölmiðlum (og bloggsíðum) úr fjarlægð.
Það sem ég hef tekið eftir er að Íslendingar virðast voða margir vera í útúrtjúttuðu lífsgæðakapphlaupi, rosalega margir eru á flottum bílum, búa í geggjuðum íbúðum og spá mikið í að klæða sig í föt frá fínum hönnuðum.
Það er eins og allir eigi alltaf pening til að fara á djammið um hverja helgi og kaffihús og kaupa ipoda, ný föt, laptoppa og ég veit ekki hvað og hvað.
Og það er eins og það sé svo ótrúlega mikil atvinna í boði miðað við fólk að fólk fæst bara ekki til að vinna ákveðin störf.

Ég held ég sé ekki alveg að koma orðum að því sem ég er að segja nógu vel en þegar maður fer í burtu í smá stund, og kemur svo til baka í heimsókn þá hefur maður stundum hugsað "vá hvað er í gangi, þetta getur varla endað vel....."

Og núna lítur út fyrir að spár mínar séu að fara að rætast.
Þetta á ekki eftir að enda vel.

Að lokum verð ég að benda á þetta ef einhver skyldi hafa misst af að sjá þetta í kommentakerfinu.
Fliss fliss.

|

Friday, March 24, 2006



Það er svo sniðugt með myndavélina okkar, við getum snúið við litla kassanum þar sem maður sér hvernig myndin er sem maður er að taka. Það er alveg þrælsniðugt þegar kemur að því að taka myndir af Daníel. Hann nefnilega vill aldrei horfa í myndavélina, en þegar ég sneri við litla skjánum í fyrrakvöld og hann sá sjálfan sig, þá var hann sko heldur betur til í að bregða á leik fyrir myndavélina.

Fyndið, hann hefur svo gaman af að sjá sjálfan sig í spegli eða á mynd, eru öll börn svona hrifin af sjálfum sér? En hann er búinn að safna hári síðan síðast pabbi.

|

Thursday, March 23, 2006







Æi,
ég kann ekki að setja þessar myndir inn svo að þær komi ekki allar í belg og biðu, en mig langaði að skrifa aðeins um krullur og sléttleika hárs.

Þegar Daníel var lítill var hann með krullur og þarna sést mynd sem tekin er í tveggja ára afmælinu hans í maí, 2004. Þegar við fluttum hingað út var mjög heitt hérna og mikill raki og þarna sést mynd af honum í ágúst 2004, þar hefur ameríski hitinn og rakinn náð að slétt alveg hár barnsins míns. Svo sést mynd af því hvernig hárið á honum er í dag (þegar það er nýklippt.

Að lokum skellti ég til gamans mynd af gæsahatt sem hanng gerði fyrir thanksgiving, en fynd-leiki hattsins næst ekki alveg að sjást nema í vídjó af því að vængirnir sem standa út úr hattinum blaka á mjög fyndinn hátt þegar hann hreyfir hausinn.

|

Kvot dagsins:

"Ég get ekki setið við hliðina á þér af því að þú lyktar eins og lík langafa míns sem lést 1956. Og þú klæðir þig eins og blindur albínóa-tréhestur með downs."

Katrin Thorsteinsson, haskolanemi

a mida,
ekki til min, segi ekki til hvers

|

Stofuheitar Frettir

Jeg er ad blogga i skolanum svo thid verdid ad fyrirgefa mer ad islensku stafina vanti, alveg eins og jeg verd ad fyrirgefa stelpunni sem er med mer i tima fyrir ad vera alltaf i mjadmabuxum og stuttum bol tho ad magaspikid rulli ut um gatid.

En allaveganna,
i gaerkvoldi sat jeg pirrud a sofanum minum yfir thvi hvernig Lost enndadi vegna thess ad lost endar yfirleitt thannig ad madur er skilinn eftir i svo bullandi spennu ad madur er alveg ad frika ut.
Nema hvad,
tha se jeg ad thad er nyr logguthattur ad byrja i sjonvarpinu.
I honum er Rob Estes, sem var Jake i Melrose Place i gamla daga, Jake var smidur sem atti i astarsambandi vid Amondu, Joe (stelpa), Jane, Sidney og i pinku tima Kelly ur Beverly Hills..........allaveganna
og einhver annnar gaur er i honum lika.

En vitidi bara hvad?!
Anita Briem er i honum!
(Fyrir ykkur sem hafid haft hofudid grafid i sandinn seinustu aratuga er thad islensk stelpa sem laerdi leiklist i UK)
Hun leikur svona.........teakni, kryfjara, forensic science lab, eitthvad blabla, gellu i hvitum slopp og svoleids.

Jaeja,
verdi ykkur ad godu fyrir stofu heitufrettirnar.

P.s. Jeg fekk A- fyrir ritgerd i Journalism 115, snaps
jeg fekk einnig helvitis 55 af 100 (sem thydir F) i international relations, skamm.

|

Wednesday, March 22, 2006

The moment of truth

Eftir samræður við Jóhönnu Ýr í morgun hef ég verið í samræðum við sjálfa mig og nabblaskoðun. Nú bið ég mína kæru lesendur um hreinskilin svör við þessari spurningu:

Er ég oft svo hreinskilin að maður gæti jafnvel misskilið það og móðgast,
eða er ég jafnvel mógðandi stundum?


Ekki vera feimin kæru börn,
ég lofa að taka ekkert að þessu stinnt upp
(eða segir maður taka óstinnt upp? og hvað þýðir sá málsháttur eiginlega.......dísus)

|

Orð og setningar í ó-uppáhaldi hjá mér
Ég þarf að taka mig á í skólanum.
Ég þarf að koma mér í form.
Ritgerð.
Próf.
Skattskýrsla.
LÍN pappírar.
Peningamál.
Stífla í niðurfalli.
Djöfull er kalt.

Orð og setningar í uppáhaldi
Vor.
Sumar.
Frí.
Pils.
Sandalar.
Strönd.
Kirsuber.
Grilla.
Maísstönglar.
Djöfull er ég ánægð með að hafa náð prófunu, skilað skattskrýslunni, fengið námslánin og komið sjálfri mér í gott form fyrir sumarið (ég í framtíðinni, vonandi.)

|

Monday, March 20, 2006

Oh....
stundum vildi ég að ég ætti fleiri vini hérna í Westerly.
Til að fara með á kaffihús eða eitthvað.

|

Saturday, March 18, 2006

Getur einhver sagt mér hvort að Gilzinegger sé alvara eða sé svona grín persóna eins og Sylvía Nótt? Ég er búin að brjóta heilann mikið um þetta og er bara ekki alveg að átta mig á þessu.

|

Friday, March 17, 2006

*********************************
takk Bryndís fyrir að hafa fundið stjörnuna fyrir mig, núna týni ég henni aldrei aftur ********************** geggjað
mamma fer í dag og hvers dagslega lífið tekur við,
ég get ímyndað mér að það taki við smá tómleikatilfinning hjá mér, eins og ég fæ oft þegar ég kem heim frá Íslandi.

En sem betur fer eru midterms búin,
en það þýðir ekki að það verði ekki nóg að gera í skólanum þangað til að hann verður búinn um miðjan maí. Svo er bara málið að fara að huga að sumarvinnu og í byrjun apríl verður farið á barþjónanámskeið, jamm og já.

Um daginn vorum við að keyra og Daníel og ammma hans kölluðu úr aftursætinu: "Is it called the statue of liberty or the statue of liverbee?" Annað þeirra var eitthvað aðeins búið að misskilja nafnið á þeirri styttu.

|

Wednesday, March 15, 2006

*Jæja mamma er í heimsókn svo að metnaðurinn til að blogga hefur verið hverfandi á síðustu dögum, en mun þó eflaust koma aftur brátt.

Ég leitaði vel og lengi að stjörnumerkinu þarna að ofan á lyklaborðinu mínu og fann það loksins eftir mikla leit. Núna er ég búin að týna því aftur. Getur einhver sagt mér í eitt skipti fyrir öll hvar þetta merki er á íslensku lyklaborði?!!!

Ég tók bílpróf í gær og það gerðist mikill skandall. Ég náði prófinu en þau tóku ekki nýja mynd af mér heldur verður notuð myndin sem var tekin í bráðabirgðaleyfið mitt í ökuskírteinið. Sú mynd var tekin mér algjörlega að óvörum þar sem ég var í rólegheitum að taka skriflega prófið um daginn. Ég er ómáluð á henni, ofurglansandi í framan, með undirhöku og hálflokuð augu. Einnig var mér lofað þegar sú mynd var tekin að það yrði ekki myndin sem yrði í varanlega skírteininu mínu.
Það loforð var svikið og nú er Department of Motor Vehicles á dauðalistanum mínum.

|

Sunday, March 12, 2006









Jæja ég fór inn í eina af mínum uppáhalds verslunum um daginn til þess að kaupa eitthvað smotterí, já körfu inn á baðherbergi,
nema hvað,
ég rakst á þessa fínu púða sem mér fannst að gætu nú heldur betur lífgað upp á mína hvítu stofu, svo að ég keypti sett, en svo sá ég aðra útgáfu og núna get ég ekki ákveðið mig.
Sko,
ég ætla pottþétt að hafa tvo bara einlita, bláa,
en svo er spurningin,
með þennan munstraða....
ég ætla semsagt að hafa tvo einlita blá og einn munstraðan,
nú veit ég ekki hvort mér líst betur á a eða b.
Blóma eða mynda.
Allir að koma með álit takk.
Sá sem fær minnihluta atkvæða fer aftur í búðina og ég fæ rífönd á kretidkardið mitt.

Þökk!

|

Við Neil vorum búin að ákveða að nota þennan sunnudagsmorgun í að taka til og þrífa hér í íbúðinni. Ég er tæknilega séð ennþá að borða morgunmat en hann er byrjaður á baðherberginu. Ef ég borða þennan lokamorgunmat minn rosalega hætt er ég löglega afsökuð í a.m.k. tíu mínútur í viðbót.

Gott plan.

|

Saturday, March 11, 2006

- Ég horfði á walk the line í gærkvöldi og mæli með henni.

- Í seinustu viku var sjö til tíu stiga frost og rok hérna og allt á kafi í snjó. Í dag er sextán stiga hiti og sólskin. Snjórinn er farinn.

- Mig hefur dreymt í nokkrar nætur í röð að ég sé að berjast í stríðinu í Írak.

- Ég er að horfa á svo ógisslega fyndið myndband með Björk, það er tekið upp á sirkus og....æi þið getið bara séð það hérna held ég:
http://video.google.com/videoplay?docid=-219216828188479497&q=triumph+of+the+heart+bjork

ef þið getið ekki séð það ekki fara í mál við mig, mmmmmkei?

|

Friday, March 10, 2006




hlussuvínber

|

Uppskrift dagsins:
Einn desilítri haframjöl, einn og hálfur vatn, smá salt, inn í örbylgjuofn í tvær mínútur. Hlynsíróp (maple syrup) ofan á og mólk.
Morgunmatur!

Pabbi var að skrifa um einhverja kvöldblöndu sem hann býr sér til og samanstendur af Ab mjólk og pepsi max sem hann hrærir saman með gaffli. Hann hlýtur að vera að spauga, non?

|

Thursday, March 09, 2006

- Eftir fjóra klukkutíma verð ég búin í midterms og tíu daga langt spring break hefst, skál fyrir því!

- Hafdís Huld er að fara að gefa út sólóplötu og mig grunar að hún gæti orðið skemmtileg.

- Jón Gnarr er orðinn mitt andlega gúrú eftir að hann tók upp trúnna.

- Ég komst að því að planta heima hjá mér var með einhvers konar lús um daginn svo ég eitraði fyrir lúsinni. Hafði unun af því að murka lífið úr þessum helvítum með eiturspreyinu mínu.

- Það verður barþjónanámskeið hér í skólanum mínum fyrstu helgina í apríl, getur verið að örlögin séu að reyna að segja mér eitthvað?

- Bráðum kemur vor og á eftir því kemur sumar. Ég get ekki beðið.

|

Wednesday, March 08, 2006

Ég er engan veginn að fatta íslenska menntaskólanema

Ef það hefði verið ákveðið að stytta námstíma til stúdentsprófs þegar ég var í menntó hefði ég stigið villtan gleðidans en ekki mótmælt.

En það er bara ég.......

|

Mig dreymdi furðulegan draum í nótt.
Mig dreymdi að ég ætti bráðum afmæli og segði við pabba minn að mér þætti gaman að fá heila skrúðgöngu af stórum Svamps Sveinssonar (spungebog squrepants) blöðrum í afmælisgjöf. Svo áttaði ég mig á því hvað það myndi kosta og að ég gæti nú fengið margt eigulegra fyrir þann pening svo ég skipti um skoðun og bað hann í lengstu lög að gefa mér eitthvað annað og alls ekki skrúðgöngu af risastórum svamps sveinssonar blöðrum.

En svo kom að afmælisdeginum og mér til mikillar mæðu fékk ég skrúðgönguna í afmælisgjöf frá pabba. Ég man eftir að hafa sagt við pabba: "Hvað kostaði þetta mikinn pening?!" Og hann svaraði: "Ég fékk hjálp frá Sigga Hlö sem er með sjónvarpþáttinn með hausverk um helgar og þetta kostaði ekkert miðað við hvað hver þáttur kostar hjá þeim, tíu milljónir!"

Ég varð svo brjálæðislega fúl að ég flutti til Feneyja. Þar hitti ég Önnu Björk og Rakel og við fórum að skoða skó. Við fundum stígvél sem voru nákvæmlega eins og mín rauðu og þær ákváðu báðar að fá sér svoleiðs. Ég var ekki sátt við það heldur. Þegar þetta var að gerast fór ég að heyra barnsgrát og uml sem hætti ekki þó að ég bylti mér, endaði á því að ranka við og sjá þar Daníel Bjarna sem lá við hliðina á mér kjökrandi af því að hann hafði haft martröð. Hann dreymdi að hann hefði verið að berjast við ill vélmenni og ekki náð að gera neitt rétt. Við ræddum drauma okkar í smá stund og svo ákvað ég að sofa meira og hann að fara á fætur (klukkan var sex!)

En í dag leit ég á bloggsíðu pabba og sá mynd úr afmæli Hönnu Rakelar systur sem varð átta ára í dag, ég hrökk pínku í kút þegar ég sá að allir diskar, servíettur, glös og (að mér sýndist kaka) voru í sama þema: Svampur Sveinsson!

|

Monday, March 06, 2006

Jæja Rúnar frændi fékk ekki Óskarinn í gær en ekki dugir að gráta yfir því. Ég horfði í smá stund en gafst svo upp eftir að einn af þeim sem vann verðlaun fyrir förðun sýndi samstarfsfólki sínu mikinn dónaskap með því að einoka þakkarræðuna og leyfa ekki öðrum að komast að jafnvel þó að samstarfskona hans hefði verið að krafsa í jakkann hans allan tímann sem hann þakkaði fólki.

Þessa daganna eru miðannarpróf (midterms) í University of Rhode Island (URI) og að þeim loknum tekur við vorfrí (spring break). Móðir mín (einnig þekkt sem mamma, og/eða Íris Sig) mun vippa sér yfir atlantshafið og eyða góðum stundum með einkadóttur sinni (DíDí pússískrím, Dísa Bjarna, Hördis Bídjarnadoter) og eina barnabarni (Dadú Padda). Það mun verða gaman að eiga smá frí inn í miðri önn og stefni ég á það að sofa út a.m.k. einu sinni í þessu fríi. Einnig mun ég taka bílpróf í fríinu til að öðlast amerískt ökuskrírteini og þá mun ég einnig fá að borga lægri bílatryggingu.

Mín einka-hálf-systir á afmæli á morgun og munu þá verða liðin átta ár síðan hún fæddist. Þegar mamma kemur mun ég eyða smá tíma í að þjóta hornanna á milli í fylkinu leitandi að hæfilegri afmælisgjöf fyrir átta ára hnátu.

Uppástungur vel þegnar.

|

Sunday, March 05, 2006


Kaktusar og sílikom (hættuleg blanda)

- Lúðinn hún Jessica Simpsons er búin að dæla sílikoni í varirnar á sér og lítur núna út eins og þroskaheft önd, þess má geta að stalla hennar Britney Spears syngur eins og önd sem er að kúka

- Ég horfði á myndina the Village í gærkvöldi og mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman af einhverju öðruvísi og pínku kjánalegu.

- Ég mæli með bresku gamanþáttunum Coupling við alla.

- Við hjónin vorum að leita okkur að plöntu í gærdag þegar einkasonurinn tilkynnti okkur allt í einu að hann langaði í kaktus. Okkur fannst ágætis hugmynd að hann fengi að kaupa sér plöntu og hugsa um hana þar sem gæludýr er ekki fræðilegur möguleiki. Við reyndum um stund að vekja áhuga hans á hinum ýmsu plöntum sem hafa ekki nálar en hann var harðákveðinn að hann langaði í kaktus. Svo við fundum einn með þykkum nálum sem virka minna ógnvekjandi en þunnar litlar nálar. Og nú er þriggja og hálfs árs Daníel Bjarni rosalega heimilislegur með kaktus í herberginu sínu.

|

Saturday, March 04, 2006

Þessa dagana er mín mikið að spá og ræða hugmynd sem ég fékk fyrir alls ekki svo löngu. Mig langar að fara á barþjónanámskeið.
Málið er að til að fá vinnu á allra bestu stöðunum hér um slóðir þarf maður að hafa fengið svona skírteini eða gráðu í barþjónustu og mig langar til að reyna fyrir mér í þessum bransa.
Bærinn sem ég bý í er sumarleyfisstaður ríka fólksins á sumrin og mér sýnist tilvalið að skella mér í túrista bransann með því að fá vinnu nálægt ströndinin við að blanda drykki í stað þess að vinna í matvörubúð á kassa og að raða í poka og hillur.
Maðurinn minn er þó ekki nógu hrifinn af hugmyndinni og heldur að það verði of mikið reynt við mig, ég muni vera burtu öll kvöld og sofandi alla daga.
Ég hygst þó halda mínu fram og fara í barþjónaskólann bráðum, þó hann sé svoldið dýr.
Hvað finnst ykkur kæru lesendur?

p.s. Ég litaði á mér hárið rautt í gær, set mynd inn af því bráðum.
Koss knús

|

Friday, March 03, 2006

Um daginn var febrúarfrí í leikskólanum hans Daníels.
Það var frí í eina viku og Daníel gerði margt sniðugt með pabba sínum sem var einnig í fríi þessa viku, meðal annars fór hann í dýragarð.
Þegar ég fór með hann í leikskólann í gærmorgun sá ég stórt plakat þar sem á var skrifað hvað allir krakkarnir hefðu gert í febrúarfríi.
Einhver fór út að leika, einhver fór til Flórdía, þetta stóð um Daníel.
"Daníel went to see lots of animals at a place that smells like poop."

That´s my boy.

|

Thursday, March 02, 2006

Ég held ég myndi frekar ganga á logandi kolum
en að hafa myndbandsupptökuvél viðstadda þegar ég fæddi barn.

|

Wednesday, March 01, 2006



Þetta er steikin hún Celine Dion að halda að hún sé kúl að spila á loftgítar.
Mig langaði að setja einhverja gleði mynd hérna inn á bloggið vegna þess að ég er svo ánægð með gríðarlega góðar viðtökur í leiknum mínum, sem er ekki einu sinni með verðlaun!
En þá datt mér í hug að slá tvær flugur í einu höggi og setja gleðimynd af Celine Dion þar sem hún er asnaleg, eins og hún er reyndar alltaf.
Ekki bara syngur hún illa, heldur syngur hún leiðinleg lög og er með ljótustu sviðsframkomu sem ég veit um.

Jább,
semsasgt,
ég er ánægð með alla sem komentuðu,
og þoli ekki Celine.
Eigið góðan dag.

|