Saturday, March 04, 2006

Þessa dagana er mín mikið að spá og ræða hugmynd sem ég fékk fyrir alls ekki svo löngu. Mig langar að fara á barþjónanámskeið.
Málið er að til að fá vinnu á allra bestu stöðunum hér um slóðir þarf maður að hafa fengið svona skírteini eða gráðu í barþjónustu og mig langar til að reyna fyrir mér í þessum bransa.
Bærinn sem ég bý í er sumarleyfisstaður ríka fólksins á sumrin og mér sýnist tilvalið að skella mér í túrista bransann með því að fá vinnu nálægt ströndinin við að blanda drykki í stað þess að vinna í matvörubúð á kassa og að raða í poka og hillur.
Maðurinn minn er þó ekki nógu hrifinn af hugmyndinni og heldur að það verði of mikið reynt við mig, ég muni vera burtu öll kvöld og sofandi alla daga.
Ég hygst þó halda mínu fram og fara í barþjónaskólann bráðum, þó hann sé svoldið dýr.
Hvað finnst ykkur kæru lesendur?

p.s. Ég litaði á mér hárið rautt í gær, set mynd inn af því bráðum.
Koss knús

|