Thursday, February 23, 2006

Ókei,
ég hef komist að niðurstöðu.
Leikfimi í skólum er allt í lagi en það er fáránlegt að prófa í henni.
Og ef það þarf á annað borð að prófa í henni ætti það ekki að vera með því að hoppa yfir kist, kubb, hest, hænu og malbikunarvél.
Það ætti að gera það með einhverjum öðrum hætti.
EN það er náttúrulega fáránlegt að prófa í skólaleikfimi.

En að öðru....

ég fer stundum að hugsa um mína eigin jarðaför.
Eins og ég er kannski að keyra í skólann og uppáhalds lagið mitt kemur í útvarpið, "What a feeling" úr Flashdance. Þá fer ég að hugsa um hvernig þetta hafi verið uppáhalds lagið mitt þegar ég var fjögra ára og fær ennþá hjartað mitt til að taka nokkur auka gleði slög þegar ég heyri það. Bara vegna þess að ég tengi þetta lag alltaf við frábærar minningar.

Nema hvað,
þá fór ég að hugsa að fyrst þetta lag er í mínum huga svona eins og einkennislag fyrir sjálfa mig væri frábært að spila það í jarðarförinni minni. En ekki af geislaspilara heldur live performance. Ég myndi helst vilja láta Selmu Björns syngja það held ég. Ég held ekkert sérstaklega upp á hana en ég held að hún myndi ná þessu lagi alveg pottþétt. Svo var ég að hugsa um að kannski væri betra að sleppa bara jarðarför og hafa bara svona samkomu í félagsheimili kannski. Þar sem fólk stendur upp og les eitthvað fallegt um mig, Tinna og pabbi gætu bæði komið með skemmtilegu sundminningarnar hér að neðan og allir gætu rifjað upp hvað ég var nú yndisleg.
Svo á milli gætu verið söngatriði.

Bara svona pæling.........

|