Thursday, October 15, 2015

Since no one is reading anyway...

Ég og Daníel út í búð í dag. Ég: "Daníel I hope when you grow up you'll have enough money that you won't have to worry about money." Daníel: "I wanna have enough money so YOU won't have to worry about money." Seinna í samræðunum í öðru samhengi: "You know I'll alwyays get you out of the asylum."

|

Friday, September 08, 2006

Ég þjáist af krónískri ritstíflu.

Ekki gott,
sérstaklega ekki þegar maður er í háskólanámi í blaðamennsku.

|

Tuesday, August 01, 2006

Vírd

|

Friday, July 28, 2006

Ég er að horfa á Rockstar.
Og ég var að hugsa...........
ein ástæða fyrir því að gaurarnir þarna ættu að velja Magna er sú að margir þeirra eiga konur og krakka og hann á konu og krakka.
Flestir þeirra eru hættir í rugli.
Og mér skilst að Magni sé ekki í rugli.

Ætli hann vinni þetta.......
maður spyr sig.

|

Saturday, July 15, 2006

Plís,
horfið á þetta með hljóði.

|

Wednesday, July 12, 2006

Fliss

|

Thursday, July 06, 2006

4.júlí 2006

Fjögur ár síðan DB var skírður.
Fimm ár síðan ég og Neil kysstumst fyrst.

Kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn mikla fórum við til vinafólks okkar Tims og Aliciu, með fullt af alls konar dóti, mat, svefnpoka, tjald, baðföt, og síðast en ekki síst risa kælikönnu fulla af epla Sangríu.

Brunuðum í bátnum upp á afskekkta strönd sem heitir Sandy Point, settum upp tjöld og varðeld og grilluðum pulsur og borgara. Hoppuðum og skoppuðum og sungum. Þegar flestir voru komnir í ból ákváðum við Alicia að skríða út í bátinn og leggja okkur þar. Hvílíkur nætursvefn. Ókei ég játa að hann var bara frá klukkan fjögur til klukkan sjö, en ég vaknaði endurnærð.

Svoldið heitt, svoldið úldin. Þá var tækifærið að demba sér ofan í kalt svalandi sjóvatnið. Synda svoldið. Synda til lands (eða meira svona vaða) og fá sér smá kaffi og egg. Liggja svo í sólinni allan daginn og njóta lífsins.

En ég verð að minnast á það, að Ameríkanarnir hérna sem ég hékk með hafa nú ekkert djammúthald á við frjónverjana. Allir voru farnir í bælið um þrjúleytið, allir úldnir daginn eftir og enginn fékk sér svo mikið sem einn afréttara!
Eru ekki venjulega íslenskar útilegur þannig að fólk marinerar sig að innan sem utan allan daginn í fínum vínlegi og ef það er þreytt og úldið þá er einn bjór eða smá rauðvín ráðið við því? Eða hef ég verið með einhverju spes fólki þegar ég fer í útilegu og/eða sumarbústað.....?

Endilega tjáið ykkur vinir.

|

Vá,
eruði öll að verða vatnssósa þarna á Íslandi?
Það er líka búið að rigna slatta hér. Með góðum dögum inn á milli.

En allaveganna...........
vitiði hvað mér finst dúllulegt?
Gamlir menn sem fara í laugarnar á hverjum degi.

|