Sunday, October 30, 2005

Þetta er að gera mig brjálaða...........

Það er einhver helvítis, djöfulsins vitleysa í gangi með msn í tölvunni hjá mér.
Bara eitthvað fáránlegt alveg. Svo fáránlegt að mig langar mest að taka allt msn eins og það leggur sig og bara......kirkja það (kyrkja það?, oh hvar er réttritunarorðabókin mín þegar ég þarf á henni að halda..........?). Allaveganna, svo ég viti til er ég bara með eitt msn, sem er 7,0 og ég er með það stillt þannig að ég á ekki að sign-ast átómatískt inn eða neitt svo Neil hætti að lenda í því að ég sé eitthvað sænuð inn á msn og einhver fer að spjalla við mig á fullu um mis-hátíðleg málefni (Hrefna ha) og svoleiðs.........
Nema hvað, ég er alltaf að signast inn á eitthvað drauga-msn sem er einhver eldgömul útgáfa. Og þegar ég ætla að dílíta þessu, þá finn ég það ekki einu sinni! eins og þegar ég er add and remove programs og svoleiðs. Eða þegar ég fer í search, ég er á enda vita minna, og ég veit að þetta var leiðinleg bloggfærsla en plíís
plííííís
getur einhver hjáááááálpað mééééér?!!!

Annars tapa ég mér!

|

Wednesday, October 26, 2005

Ég sá þetta hjá Jóhönnu Ýr og die Hausfrau (alltaf þegar ég les þetta og skrifa les ég þetta á íslenska mátann, semsagt ekki dí hásfrá heldur, dí hausfrau, fattiði)
nema hvað, voða sneddí allt saman, júsless upplýsingar um mig, og jidúdda mía, ekkert um hvaða mál eru í brennidepli í amerískum háskólum; Papa don´t preach.

Núverandi föt: Gallabuxur, svartur bolur, blá hneppt peysa, nýju bleiku prjónasokkarnir mínir með tægerloðinu efst, var að kaupa þá vegna sífellds fótkulda

Núverandi tími: fimm mínútur eftir sjö, eftir hádegi

Núverandi dagur: Miðvikuddagur

Núverandi skap: nokkuð melló, bara ágætt, fyrir utan kvef og hor

Núverandi hár: millisítt, skol-einhvern fjandinn með úrsérvöxnum strípum, tilraun til tagls í gangi, ég verð að fara að gera eitthvað í málinu, ég hef bara ekki tíma til að fara á hárgreiðslustofu, svo ég er að spá í að kaupa mér lit og biðja Neil um að hjálpa mér að kippa málinu í lag, hann tók nú eina viku af cosmotology í gaggó-num sem hann var í í gamla dagana

Núverandi pirringur: helvítis kvefið og brúnn blettur á gólfteppinu í stofunni hjá mér sem leigusalinn er ekki að gera neitt í

Núverandi lykt: armani night skiptist á við love spell frá victoria´s secret

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera: ganga frá eftir matinn, ég kveikti á tölvunni, einungis til að heyra kvöldfréttirnar frá Rúv, kíkti svo á tvö blogg, fann þessa hugmynd og varð að létta aðeins á mér

Núverandi bók: Þetta eru asnar Guðjón, eftir Einar Kára, í bland við skólabækurnar. Eftir að hafa lesið Storm mundi ég hvað mér finnst EK skemmtilegur og núna er ég með missjón að lesa allt eftir hann, með góðri hjálp mömmu og bókasafns Garðabæjar hef ég allt sem ég þarf

Núverandi áhyggja: hvort ég á að hætta í Sandy´s eða ekki......að ég sé ekki að læra nóg, og sé ekki komin með Halloween búning fyrir næsta sunnudag og mánudag

Núverandi löngun: ég er nokkuð södd og sæl en myndi ekki slá hendinni við einum góðum kokteil og einni valíum

Núverandi lag: Baby don´t worry about a thing.....every little thing gonna be alright, ég raula þetta lag alltaf inn í mér ef það er eitthvað stress í gangi, gerist ómeðvitað, ég ólst svoldið mikið upp svona "self-soothing" (þeir sem ekki skilja kíkið á kvikmyndina Meet the Fockers)

Núverandi ósk: friður á jörð og hamingja handa öllum, og ókei, vinna í lottói líka væri fínt

Núverandi lag á heilanum: do the monkey (wiggles)

Núverandi eftirsjá: að hafa skilað campers boxersa stígvélunum og fengið mér loðhelvítin og einhverjar þrjár peysur í staðinn, why!?!?!

Núverandi vonbrigði: D einkunninn sem ég fékk í woman´s studies í dag. En ég fékk samt 29 af 30 fyrir aðra ritgerð sem ég gerði um daginn (og Jóhanna Ýr hjálpaði mér með, takk eskan)

Núverandi skemmtun: Daníel Bjarni er alltaf fyndinn, ég var líka að fá fyrstu seríuna af Coupling og finnst það ansi góð skemmtun, sem og ameríska office

Núverandi verkir: ennisholurnar, það er þvílíkur þrýstingur og ef ég snýti ekki í tæka tíð breytist þrýstingurinn í hellur fyrir eyrunum

Núverandi Staður: stend inn í eldhúsi með tölvuna á svona lítilli eyju (æi borð á hjólum) við hliðina á eldavélinni

Núverandi Bögg: kvabbið í kommentakerfinu (þú veist hver þú ert!)

Núverandi vinir: tjjah, ég er ekki búin að eignast marga vini hérna í Westerly, en það kemur.....en ég á marga æðislega vini á Íslandi, ég elska ykkur öll þið vitið hver þið eruð!!!
og bæ ðe vei, ég er að fara í partý á laugardagkvöldið, það gerist eiginlega aldrei hjá mér hér svo ég hlakka til

|

Tuesday, October 25, 2005

Sprengjuhótun
Lest sem var að keyra frá Washington D.C. að Boston var stöðvuð í Westerly í kvöld vegna sprengjuhótunar. Leitað var í lestinni og engin sprengja fannst.

Jæks!

|

Nokkrir punktar

- er að skrifa prófæl storí fyrir journalism 220 svo ég má ekki vera að þessu bloggrugli akkúrat núna
- en ég er ekki byrjuð þannig að ég ætla að fresta því aðeins lengur
- það rigndi alla helgina sem mamma var í heimsókn, ég fékk kvef sem var svo ógisslegt að ég breyttist í sílekandi horkrana sem hnerraði átta sinnum á klukkutíma, en það var nú samt gaman hjá okkur, við fórum út að borða og versluðum smá, mamma keypti handa mér ný náttföt svo núna ætla ég að losa mig við risastóru, víðu, hvítu, götóttu tommy hilfiger náttbuxurnar sem ég keypti þegar ég var í 10.bekk og Neil hatar hann segir að þær séu ósýnilegar á rassinum
- Neil keyrði með bíllyklana mína í morgun í skólann sinn sem er í 58 km fjarlægð svo ég varð að labba með Daníel í leikskólann í grenjandi roki og rigningu. Sem betur fer eigum við bæði pollagalla.
- Alvara lífsins kallar. Verð að fara að skrifa, verst að ég get ekki haft þetta næstum því eins flott og ég vildi. En mottóið mitt í gegnum lífið er þetta:

"Þetta reddast"

Bið að heilsa öllum, kyssið alla frá mér, elskið friðinn og strjúkið kviðinn.
Písát.

|

Friday, October 21, 2005

Pabbi, ekki lesa þetta sem hér á eftir kemur, þetta er um íslensk málefni og þú gargar alltaf og gólar þegar ég er ekki að skrifa um hvað er að gersast í ameríku, svo farðu bara hingað.

Allaveganna,
núna þegar við erum laus við hann.

Langar mig að tala um bachelorinn.
Vitaskuld er ég ógisslega spennt yfir þessu máli öllu saman, enda sjónvarpsfíkill með heimþrá.
Svo ókei,
hér eru mínir púnktar.

-asnalegt að hafa stelpurnar standandi í stiga þegar kemur að rósa-afhendingu
- mér finnst Gunnsa langt sætust og mig langar að vera með svona töff hár eins og hún er með. Annars eru þær nú flestar sætar. Það er ekkert djók með íslenskar konur og fegurð, ég er að segj-ykkur-ða. Enda er Gunnsa held ég frá Sauðárkróki, eins og helmingurinn af mér. Svo kannski er hún frænka mín. Ég þarf að athuga þetta í íslendingabók.
- þrek-keppni til að vinna stund með sveininum, hvað er í gangi með það?!
- o ó, ég er að sjá það hérna í "beinni" að Elísabet fær ekki rós, hún á eftir að hafa eitthvað mikið um það að segja á sinni enskuslettu íslensku.
- mér finnst Katla töffari.

Ókei krakkar, hver á eftir að vinna þetta.....?

|

Thursday, October 20, 2005

Ó mæ gad,
ég er svo mikil blaðakona að ég er að drepast.
Ég var í staples (ameríski penninn, nei eymundsson, æi vottever, staples.com fyrir þá sem vilja kynna sér þetta út í þaular) og ég keypti mér svona pínkulítið upptökutæki, digital, ógisslega töfff og sniðugt. Svo fór ég og tók eitt viðtal fyrir journalism 220 og var alveg að fíla mig í ræmur, úújeeee.

Næsta skref: pulitzer!

|

Wednesday, October 19, 2005

Hahahhahohohoho!!!

Úr fréttum stöðvar tvö:
"Segir hún vin vinar síns hafa beðið hana um að fara með peninga fyrir sig til London, hann var með slöngulokka eða dreadlocks og blablabla...."

Ég sem hef alltaf haldið því fram að ég hafi fermst með uppsett hár og slöngulokka. Fyndið að ímynda sér mig á fermingardaginn í þessu samhengi. Það hefði samt kannski verið meira töff en ógeðshárgreiðslan sem ég var með.

|

Monday, October 17, 2005

Ég er alveg á fullu.
Er að skrifa mid-term ritgerð fyrir women studies þar sem ég á að krifja hvað nákvæmlega WS er, samkvæmt bókinni. Svo er ég líka að reyna að læra fyrir próf sem er á fim og bara að gera allan fjandann.
En allan tímann er ég að syngja inn í hausnum: "Róbert, Róbter minn, Róbert góði bangsi halló." Af Söngvaborg 3.
Undarlegt.

|

Sunday, October 16, 2005

Casa
Ég er að horfa á íslenska piparsveininn á Netinu og það kemur auglýsing frá húsgagnaversluninni Casa. Og þá kemur upp í höfuðið á mér minning. Minning um það þegar ég sá í fyndnum fjölskydu-myndum mann festast með höfuðið upp í rassinum á fíl. NEi djók.

Minning um það þegar ég var svona fjögra ára og mamma var að koma heim úr flugi og pabbi var búinn að kaupa nýtt loftljós í holið og sagði mér að segja þegar mamma gekk inn um dyrnar "finnst þér ekki flott nýja loftljósið sem mamma keypti í Casa?". En svo kom mamma heim og ég klikkaði eitthvað á að segja þetta.

En ég fór allt í einu að hugsa....er pabbi steik að hafa bara valið loftljós án þess að ræða málin við mömmu.

Og svo hugsaði ég þetta "af hverju var ein kona sem bjó í götunni hjá mér alltaf með túrban? Amma hennar Þurý."

|

Saturday, October 15, 2005

Vá, núna skil ég af hverju allir voru að fríka út yfir þessu.

|

Ókei. Ég er í tíma sem heitir AVS 101. Animal and veteranary science 101. Dýrafræði 101. Þar lærum við alls konar um dýr. Til dæmis að hanar séu ekki með typpi, svo þegar hana og hænur geraða þá nudda þau saman bossunum.

En í gær klukkan hálfjögur var "lab" rannsóknartími. Við áttum að mæta á Peckham Farm sem er skólarekið bóndabýli með dýrum og læra eitthvað um dýrin með að sjá þau í eigin persónu og finna af þeim lyktina. Þetta stendur uppúr:

1. Það þarf að klippa smá hluta af gogunum á hænum, þær finna ekki fyrir því því að sá hluti er einhvern veginn svona eins og neglurnar á okkur. Ef hænur sjá hænu sem er öðruvísi en hún sjálf ræðst hún á þá hænu og goggar í hana þangað til að hún er búin að misþyrma henni rækilega, t.d. tæta af henni allar fjarðrirnar. Þaðan kemur orðið goggunar-röð. En ef hænan er með fullan gogg þá getur hún goggað til blóðs. Þegar hæna goggar til blóðs þá verður hún að "cannibalistic" (íslenskt orð óskast) og byrjar að gogga allar aðrar hænur til blóðs, drepa þær og étur þær, þangað til hún er eina hænan eftir á lífi.

Obb, verð að koma með fleiri staðreyndir seinna. Það er lítill hikstandi strákur hérna sem segir "we´re gonna play basketball, and throw the ball at the monsters, do you wanna join us?"

|

Friday, October 14, 2005

Úbbs,
ég gubbaði í skólatöskuna mína.
Það er par hérna á bókasafninu.
Ég er að skrifa ritgerð í svona litlum kassa, eða ekki beint kassa, svona litlu borði með veggjum í kringum borðið.
NEma hvað,
ég fór á klóstið og kom labbandi til baka.
Og það eru svona sófar hérna.
Og í einum sófanum er par.
Og gaurinn liggur einhvern veginn svona, og kærastan er svona eiginlega vafin um hausinn á honum, sem hún heldur utan um. Og hann er með lokuð augun. Mér finnst þetta svo asnalegt í sjón eitthvað.
Ég vildi að ég ætti myndavélasíma eða jafnvel myndavélaúr, eða myndavélalyklakippu. Þá gæti ég alltaf tekið myndir af öllu skrýtnu sem ég sé og svo sett hérna inn á síðuna og verið bara "sjáiði, finnst ykkur þetta ekki haddló?"

|

Thursday, October 13, 2005

Það er svo hressandi að hlæja.
Ég hló vel og lengi í kvöld þegar ég fattaði að gallabuxurnar sem ég keypti á manninn minn voru ekki eins og ég hélt að þær væru heldur náðu þær alveg lengst, lengst upp í mitti. Það var fyndið.

Ó mæ gad,
ég er að horfa á the Apprentice. Ég vildi að þið öll væruð að fylgjast með þessu drasli á sama tíma og ég, en svo er sama og enginn með stöð tvö lengur svo að það veit enginn um hvað ég er að tala, fólk er alltaf bara "lost! lost!" með brjálæðisglampa í augum.
En nóg um það, allaveganna það eru tvö lið, stelpu og strákalið og stelpurnar eru svo heimskar mar! Þau eiga að finna upp á góðu lukkutrölli, eða svona auglýsinga-persónu fyrir þeyting-bragðaref og svo á ein manneskja að klæða sig eins og karakterinn fyrir kynninguna.

Nema hvað,
stelpurnar eru að biðja Toral um að leika Zip (sem er einhvers konar padda) og
Toral er bara "æi helst ekki"
þá eru hinar stelpurnar "Toral, þú verður."
Toral heldur áfram "Æi, ég hef ástæður fyrir því að ég vil ekki, það gerir fjölskylduna mína að fífli."
Svo kemur einhver Stína stuð og segir "ég skal!"
Og þær fara inn og halda kynningu fyrir DQ.
DQ fólkið er bara "já já, hmm...þetta er ekkert spes."
Svo að núna eru þær að fara inn í fundarherbergið með Herra Trömp þar sem einhver....verður rekinn.

Annars er það helst í fréttum að ég er að spá í að litla á mér hárið dökkprúnt of á mér permanet. Mig langar helst að vera með afró. Mig hefur alltaf langað til að vera með afró og núna ætla ég að prófa.

|

Wednesday, October 12, 2005

Það er búið að vera rigning og rok í kringum mig seinustu daga. Minnir mig á Ísland.

STundum finnst mér leiðinlegt að maðurinn minn tali ekki íslensku,
eins og þegar ég ætla að reyna að vera fyndin og þýða brandara:
"Don´t leave all your stuff, just laying on a porn-bench."

Útskýring kemur síðar.

|

Tuesday, October 11, 2005

Veit einhver hvort það er til bóluefni við fuglaflensunni á Íslandi?

|

Monday, October 10, 2005


Ég kann þetta, ég kann þetta, elsku rassfésin mín ég kann þetta. Ó jááááá og enginn veit af þessu bloggi ennþá af því að ég er svo mikið laumuspil. Nenni ég að blogga eða nenni ég ekki að blogga? (Þetta er allt sagt syngjandi.)

Það er góð spurning.

Jei, góða nótt. Ég elska ykkur. Sérstaklega þig, blogger. Yndislega auðvelt dótarí. Góða nótt kyss kyss.

|

Sunday, October 09, 2005


Fólk þyrfti að halda kjafti oft í viku.

|

Ó vá.
Hvað er ég búin að gera.

|

Testing one two three.

|