Sunday, October 16, 2005

Casa
Ég er að horfa á íslenska piparsveininn á Netinu og það kemur auglýsing frá húsgagnaversluninni Casa. Og þá kemur upp í höfuðið á mér minning. Minning um það þegar ég sá í fyndnum fjölskydu-myndum mann festast með höfuðið upp í rassinum á fíl. NEi djók.

Minning um það þegar ég var svona fjögra ára og mamma var að koma heim úr flugi og pabbi var búinn að kaupa nýtt loftljós í holið og sagði mér að segja þegar mamma gekk inn um dyrnar "finnst þér ekki flott nýja loftljósið sem mamma keypti í Casa?". En svo kom mamma heim og ég klikkaði eitthvað á að segja þetta.

En ég fór allt í einu að hugsa....er pabbi steik að hafa bara valið loftljós án þess að ræða málin við mömmu.

Og svo hugsaði ég þetta "af hverju var ein kona sem bjó í götunni hjá mér alltaf með túrban? Amma hennar Þurý."

|