Það er svo hressandi að hlæja.
Ég hló vel og lengi í kvöld þegar ég fattaði að gallabuxurnar sem ég keypti á manninn minn voru ekki eins og ég hélt að þær væru heldur náðu þær alveg lengst, lengst upp í mitti. Það var fyndið.
Ó mæ gad,
ég er að horfa á the Apprentice. Ég vildi að þið öll væruð að fylgjast með þessu drasli á sama tíma og ég, en svo er sama og enginn með stöð tvö lengur svo að það veit enginn um hvað ég er að tala, fólk er alltaf bara "lost! lost!" með brjálæðisglampa í augum.
En nóg um það, allaveganna það eru tvö lið, stelpu og strákalið og stelpurnar eru svo heimskar mar! Þau eiga að finna upp á góðu lukkutrölli, eða svona auglýsinga-persónu fyrir þeyting-bragðaref og svo á ein manneskja að klæða sig eins og karakterinn fyrir kynninguna.
Nema hvað,
stelpurnar eru að biðja Toral um að leika Zip (sem er einhvers konar padda) og
Toral er bara "æi helst ekki"
þá eru hinar stelpurnar "Toral, þú verður."
Toral heldur áfram "Æi, ég hef ástæður fyrir því að ég vil ekki, það gerir fjölskylduna mína að fífli."
Svo kemur einhver Stína stuð og segir "ég skal!"
Og þær fara inn og halda kynningu fyrir DQ.
DQ fólkið er bara "já já, hmm...þetta er ekkert spes."
Svo að núna eru þær að fara inn í fundarherbergið með Herra Trömp þar sem einhver....verður rekinn.
Annars er það helst í fréttum að ég er að spá í að litla á mér hárið dökkprúnt of á mér permanet. Mig langar helst að vera með afró. Mig hefur alltaf langað til að vera með afró og núna ætla ég að prófa.