Ókei. Ég er í tíma sem heitir AVS 101. Animal and veteranary science 101. Dýrafræði 101. Þar lærum við alls konar um dýr. Til dæmis að hanar séu ekki með typpi, svo þegar hana og hænur geraða þá nudda þau saman bossunum.
En í gær klukkan hálfjögur var "lab" rannsóknartími. Við áttum að mæta á Peckham Farm sem er skólarekið bóndabýli með dýrum og læra eitthvað um dýrin með að sjá þau í eigin persónu og finna af þeim lyktina. Þetta stendur uppúr:
1. Það þarf að klippa smá hluta af gogunum á hænum, þær finna ekki fyrir því því að sá hluti er einhvern veginn svona eins og neglurnar á okkur. Ef hænur sjá hænu sem er öðruvísi en hún sjálf ræðst hún á þá hænu og goggar í hana þangað til að hún er búin að misþyrma henni rækilega, t.d. tæta af henni allar fjarðrirnar. Þaðan kemur orðið goggunar-röð. En ef hænan er með fullan gogg þá getur hún goggað til blóðs. Þegar hæna goggar til blóðs þá verður hún að "cannibalistic" (íslenskt orð óskast) og byrjar að gogga allar aðrar hænur til blóðs, drepa þær og étur þær, þangað til hún er eina hænan eftir á lífi.
Obb, verð að koma með fleiri staðreyndir seinna. Það er lítill hikstandi strákur hérna sem segir "we´re gonna play basketball, and throw the ball at the monsters, do you wanna join us?"