Monday, July 03, 2006

Það er svo gaman að fylgjast með Daníel Bjarna verða stærri, klárari og fyndnari með hverjum deginum (ókei og alltaf líkari og líkari pabba sínum). Stundum segir hann eitthvað við mig og ég hugsa "Hei vá, þetta barn er með húmor, bara fjögurra ára!" Og stundum segir hann eitthvað við mig og ég hugsa "Jiiii, hann kann að rökræða."
Allaveganna,
í gærkvöldi áttum við samræður sem voru svona:

Ég: "Daníel, ég ætla að fara að bursta tennur núna svo ég fái ekki Karíus og Baktus."
Daníel: "How many are there of Karíus og Baktus, is there just two of them?"
Ég: (skyldi ekki alveg hvert hann var að fara með þetta) "Jaaá, ég held það, af hverju spyrðu?"
Daníel: "Because I think they are in your teeth now."

Ég var fljót að byrja að skálda smá til að sá stutti næði ekki að halda því fram að það væru bara tveir Karíus og Baktus, sem væru í mínum munni þá stundina svo að hann þyrfti ekki að bursta. Ég sagði honum að það væri alveg fullt af svona tannpínupúkum að hann fengi skemmdir ef hann drifi sig ekki í því að bursta.

|