Ég sé að ég er ekki sú eina sem bloggar minna á sumrin en á veturna. Margir af mínum daglegu höfundum (það er að segja, ég er þeirra daglegi lesandi, það er að segja, þau blogga og ég les) eru komnir í einhvers konar sumardvala, lítur út fyrir. Þó eru sumir sem virðast vera öfugir við mig og eru mun duglegri að blogga á sumrin en á veturna.
Nema hvað,
það er búið að vera rosalega gaman að hafa fjölskylduna í heimsókn, við erum búin að gera mikið og njóta þess að vera saman. Það tekur samt svoldið á að vera gestgjafi og í gærkvöldi var ég alveg að leka niður um átta leytið.
Hinsvegar er ég farin að hlakka rosalega mikið til þess að koma um miðjan ágúst og ætla að reyna að ná að stilla því þannig að ég geti verið svoldið lengi á landinu í þetta skipti. Lok ágúst er æðislegur tími til að fara heim. Þá er orðið næstum óbærilega heitt og rakt hér, svitinn lekur af manni sama hvað maður er að gera (nema maður sé inni í vel loftkældri búð eða skriftofu) og manni lalngar mest til að henda sér ofan í næstu sundlaug eða sjó. En akkúrat á þeim tíma leggja marglyttur undir sig sjóinn á ströndinni sem ég er vön að fara á þannig að maður verður að passa sig á að láta þær ekki stinga sig.
Allaveganna,
ég er heppin að geta alltaf kælt mig niður á skemmmtilegustu köldu eyjunni í Norðurhafinu og þá tala ég nú ekki um allt skemmmtilega partýglaða fólkið þar sem er skemmtilegt að hitta.
Hlakka til að hitta ykkur öll með tölu.