Monday, June 05, 2006

Jæja krakkar,
ég hætti í vinnunni á golfklúbbnum til að halda áfram að elta drauminn minn um að verða barþjónn. Það kom nefnilega í ljós í golfklúbbnum vildu þeir bara hafa mig sem venjulegan þjón og ekkert barstúss í boði svo ég sagði "hei ég ætla að leita að einhverju aðeins betra" og hætti.

Og núna er ég komin með barþjónagigg á stórum japönskum veitingastað sem einnig gerir habachi, sem ég reyndi að útskýra hér þegar ég fór út að borða á 25 ára afmælinu mínu.

Þetta er kúl, þeir eru með langan lista af kokteilum og martíníum, svo þetta verður mjög fín reynsla fyrir barþjóninn/blaðamanninn/rithöfundinn.........æi vottever, mjög góð reynsla fyrir mig.

Nema hvað þetta er ansi erfitt, ekki mikið um pásur og maður er standandi í sirka níu tíma samfleytt án þess að setjast varla svo mikið sem einu sinni, ég ýki ekki hér.

En nóg um það.
Þann litla frítíma sem ég hef haft þessa helgi hef ég notað meðal annars í þetta við erum að spá í að kveðja barnaland og nota þetta í staðinn fyrir DBB.

Jæja ég bið að heilsa ykkur í bili og hlakka mikið til þegar ég kem og sé ykkur öll í persónu í lok ágúst.

|