Friday, May 19, 2006



Hvaða fallegi skemmtilegi leynivinur (eða vinkona, sem er líklegra) skilur eftir svona fallegann rósarunna í blómapotti fyrir utan íbúðarhurðina okkar hjóna daginn eftir þriggja ára brúðkaupsafmælið okkar?

Þessar þrjár koma helst til greina: Alicia, Marlísa og Heather.

Því að bæði foreldrar Neil og amma hans og afi gáfu okkur gjöf í tilefni áranna þriggja. Við fengum gjaftakort á tvo veitingastaði, annars vegar Go Fish (sushi staður í Mystic) og Applebees (nýr staður í Westerly, hluti af keðju, uppáhald ellilífeirisþega.)

Við fórum á go fish í gærkvöldi og áttum góða stund, kalt hvítvín fyrir mig, bjór fyrir ektamanninn. Miso súpa, edamame baunir, vel útpældir sushi bitar og svo krem brúlei, lattei og godæva súkkulaðilíkjör í eftirrétt.

Gott kvöld.

Neil þurfti að rjúka út eldsnemma í morgun í skólann og datt næstum um rósarruna sem sat fyrir utan íbúðardyrnar. Ég hlakka til að komast að því hvaða góða leynivinkona þetta hefur verið, sem kaus að hafa smá leynd, því að það var ekkert kort með.

|