Einu sinni var pabbi að vinna með manni sem margir töldur samkynhneigðan vera.
Við skulum kalla þann mann tjah......Tryggva.
Pabbi og Tryggvi voru mikið á fartinni vinnunnar vegna og þeyttust á milli hótela úti á landi að gera hvað sem þeir voru að gera fyrir vinnuna.
Tryggvi fór á fyllerí eitt kvöldið og fór að grenja og væla utan í pabba hvað það væri óþægilegt að allir héldu að hann væri hommi.
Pabbi léði öxl til að gráta á. (vona ég)
Svo fóru þeir á annað hótel og hittu þar ansi hressan kokk sem bauð þeim að kíkja með sér í heita pott eftir vakt eitt kvöldið. Mikið stuð var í pottinum og ég vænti þess að áfengi hafi verið haft um hendur. Faðir minn drullaði sér í rúmið einhvern tímann en Tryggvi hélt áfram að djamma með kokkinum hressa.
Næsta morgun var Tryggvi fúll, þreyttur og timbraður og pabba grunaði margt en lét þó ekkert uppi.
Tryggvi er í dag kominn út úr skápnum og er asskoti hress með það, gott ef hann er ekki bara að fara að giftast manni í sumar.
Skál fyrir Tryggva og giftingum samkynhneigðra!
Hjónabönd fyrir alla konur og kalla!
(p.s. þetta er búið að vera heitt umræðuefni hérna í landi biblíu berjandi bush elskandi afturhalds fordóma.........Ísland er kúl, þegar kemur að svona málum)