Wednesday, April 26, 2006

Ég var að fá atvinnutilboð.
Sem allt-mögulegt-manneskja í golf-strandklúbb ríka fólksins í Watch Hill. Þetta er ótrúlega flottur klúbbur á flottum stað og ekki hver sem er kemst inn í hann, aðallega fólk sem er búið að vera í sömu ríku fjölskyldunni í mörg mörg ár og kemur og eyðir sumrunum sínum í mjög svo ríkulegum híbýlum við ströndina.

Þetta lítur ágætlega út, en ég er að spyrja sjálfa mig hvort að ég eigi að mæta í atvinnuviðtöl á öðrum stöðum og halda áfram að skoða hvað er í boði eða hvort ég á að prísa mig sæla með að geta verið skoppandi um á við ströndina í allt sumar með annað hvort matardiska eða vínglös (fyrir aðra) í hönd og frosið bros.

Hvað finnst ykkur vinir og vandamenn?

|