Monday, April 17, 2006

Í kommenti hér að neðan benti móðir mín á mikilvægi þess að spyrja til vegar og minntist á fólk sem hefði hugsanarháttinn I´d rather cruise all day than ask for help. Ég vil taka það sterkt fram að ég bið alltaf um leiðbeiningar þegar ég er í vanda og ef ég gerði það ekki væri ég annað hvort a) búin að villast langt, langt í burtu og væri villuráfandi um norður karólínu núna eða b) ennþá að leita að bílnum mínum í Providince. Stundum er bara ekki rétt fólk á ferðinni sem maður getur spurt.

Í öðrum fréttum,
ég átti æðislega páska,
fórum til tengdó í gær morgun í morgdegismat, sem er íslensk þýðing á orðinu brunch sem gefur auga leið að er breakfast plús lunch (æi hvar er aftur plús takkinn á ísl. lyklaborðinu? ah þarna er samasem =) ógisslega góð eggs benedict og ávaxtasalat og alls konar gotterí. Eftir það fórum við til hinnar fjölskyldunnar okkar hérna sem eru þau Marlísa, Ari Páll og börn, sem voru einmitt með íslendinga frá Húsavík í heimsókn auk þess að hafa í mat stórfjölskyldu Marlísu.

Það var alveg hörkustemming, bæði boðið upp á íslenskt hangikjöt með öllu og svo ameríska skinku. Ameríkanarnir kynntu sér íslenska matinn og íslendingarnir ameríska og allt lék í lyndi. Veðrið var svo gott að fólk skellti sér bæði í blak, sippukeppni og meira að segja braust út hörku snú snú í lok dagsins.

En maður verður nú að viðurkenna að maður er þraul-ósáttur við þennan ameríska ósið að taka sér ekki almennilegt frí í tilefni hátíðarinnar, í dag er maður bara mættur í skólann, og er kominn á fullu í tíma og ritgerðarskrif aftur. Það var gefið eins dags frí í skólanum mínum í tilefni páskanna.

Eina fólkið sem heldur upp á páskana með stæl er greinilega fólkið sem á Thai Pepper en hann var mér og mínum manni til mikilla leiðinda lokaður á laugardagskvöldið. Ég var búin að hlakka svo mikið til að fá Thai mat að ég næstum því fór og grýtti fúleggi í gluggann hjá þeim til að hefna mín á þessum helvítis ótuktarskap.

Jæja,
fretrassaljótfeita bíður (það er það sem ég kalla ritgerðina sem ég er að gera í daglegu tali).

|