Saturday, April 08, 2006



Ég dýrka þegar maður finnur óvart eitthvað skemmtilegt úr fortíðinni.
Ég var að hjálpa Marlísu vinkonu minni að taka til í kjallaranum hjá sér um daginn þegar ég rakst á þessa tösku. Ég fékk þessa tösku í annað hvort 11 eða 12 ára afmælisgjöf frá nokkrum (eða öllum) strákum í bekknum. Ég notaði hana mikið, tók hana með í skíðaferðalög, Vindáshlíð, sumarbústaðaferðir, og í heimsókn til Marlísu í (annað hvort þegar hún bjó hér í Ameríku eða þegar hún bjó á Húsavík) þar sem ég hef gleymt henni. Og ekki séð hana í mörg, mörg ár. Það var ótrúlega fyndið að finna hana þarna í kjallaranum um daginn, sjá nafnið mitt næstum búið að þurkast út, eftir að hafa verið skrifað með svörtum tússpenna, og rifja upp minningar.

Það hefur annað svona skrýtið gerst með mig og Marlísu.
Þegar ég var sautján ára gaf mamma mér svona plein hvítan anorakk, eða jakka, (ég skil aldrei alveg muninn á þessu tvennu), með hettu og rennilás, sem hentaði svo ansi vel við hin ýmsu tækifæri og var þar að auki þægilegur. En það sem var skrýtið við þennan jakka var að hann var með stórum vasa aftan á.
Allaveganna, ég týndi honum þegar Daníel var nýfæddur og fann hann aldrei aftur en leitaði mikið. Tveimur og hálfu ári seinna var ég búin að sætta mig við að hann væri týndur og var flutt hingað til Ameríku þegar Marlísa kemur í heimsókn til mín eitt kvöldið í jakkanum! Hún sagðist hafa fundið hann í búð sem systir hennar átti (og ég vann einu sinni í) en engan fundið eigandann svo hún hafi byrjað að nota hann.
Ég hef þá komið í búðina þegar ég var hérna í heimsókn þegar Daníel var pínku lítill, skilið hann eftir í búðinni og þess vegna aldrei fundið hann þegar ég leitaði heima hjá mér. Ótrúlegt.

Kannski sé ég eitthvert ykkar einhvern tímann í svarta bikiníinu mínu með bleiku blómunum sem ég fann aldrei sama hvernig ég leitaði.

|