Ég horfði á Capote í gærkvöldi.
Pirraðist yfir hvað nýju nágrannarnir á neðri hæðinni hafa sjónvarpið hjá sér hátt stillt. Ákvað að byrja að hafa augun opin fyrir annarri og betri íbúð til að leigja.
Í dag komst ég að því að tengda-afi minn sem ég náði aldrei að hitta af því að hann dó áður en að ég kom í fjölskylduna var viðstaddur henginguna sem sýnd var í myndinni.
Svo að afi mannsins míns hefur hitt Truman Capote sem hefur hitt Marilyn Monroe.
Ég á vinkonu sem heitir Sigga, ég hef tekið í höndina á henni, hún tók einhvern tímann í höndina á afa sínum, sem tók í höndina á Adolf Hitler þegar hann tók þátt í Ólympíuleikunum í Þýskalandi 1936.
Já það er margt skrýtið sem maður hugsar um stundum.
Í dag fór ég og þreif hús tengda-afa míns og ömmu- og hugsaði á meðan um leigumarkaðinn, fasteignamarkaðinn, framtíðina mína, atvinnuhorfur og skólamál.
Að því loknu fór ég og fjárfesti í bók sem ber nafnið "In Cold Blood" höfundur: Truman Capote. Sá að hún var númmer eitt yfir mest seldu kiljurnar, djöfull er ég meinstrím.