Æi,
ég kann ekki að setja þessar myndir inn svo að þær komi ekki allar í belg og biðu, en mig langaði að skrifa aðeins um krullur og sléttleika hárs.
Þegar Daníel var lítill var hann með krullur og þarna sést mynd sem tekin er í tveggja ára afmælinu hans í maí, 2004. Þegar við fluttum hingað út var mjög heitt hérna og mikill raki og þarna sést mynd af honum í ágúst 2004, þar hefur ameríski hitinn og rakinn náð að slétt alveg hár barnsins míns. Svo sést mynd af því hvernig hárið á honum er í dag (þegar það er nýklippt.
Að lokum skellti ég til gamans mynd af gæsahatt sem hanng gerði fyrir thanksgiving, en fynd-leiki hattsins næst ekki alveg að sjást nema í vídjó af því að vængirnir sem standa út úr hattinum blaka á mjög fyndinn hátt þegar hann hreyfir hausinn.