Friday, March 17, 2006

*********************************
takk Bryndís fyrir að hafa fundið stjörnuna fyrir mig, núna týni ég henni aldrei aftur ********************** geggjað
mamma fer í dag og hvers dagslega lífið tekur við,
ég get ímyndað mér að það taki við smá tómleikatilfinning hjá mér, eins og ég fæ oft þegar ég kem heim frá Íslandi.

En sem betur fer eru midterms búin,
en það þýðir ekki að það verði ekki nóg að gera í skólanum þangað til að hann verður búinn um miðjan maí. Svo er bara málið að fara að huga að sumarvinnu og í byrjun apríl verður farið á barþjónanámskeið, jamm og já.

Um daginn vorum við að keyra og Daníel og ammma hans kölluðu úr aftursætinu: "Is it called the statue of liberty or the statue of liverbee?" Annað þeirra var eitthvað aðeins búið að misskilja nafnið á þeirri styttu.

|