Jæja ég fór inn í eina af mínum uppáhalds verslunum um daginn til þess að kaupa eitthvað smotterí, já körfu inn á baðherbergi,
nema hvað,
ég rakst á þessa fínu púða sem mér fannst að gætu nú heldur betur lífgað upp á mína hvítu stofu, svo að ég keypti sett, en svo sá ég aðra útgáfu og núna get ég ekki ákveðið mig.
Sko,
ég ætla pottþétt að hafa tvo bara einlita, bláa,
en svo er spurningin,
með þennan munstraða....
ég ætla semsagt að hafa tvo einlita blá og einn munstraðan,
nú veit ég ekki hvort mér líst betur á a eða b.
Blóma eða mynda.
Allir að koma með álit takk.
Sá sem fær minnihluta atkvæða fer aftur í búðina og ég fæ rífönd á kretidkardið mitt.
Þökk!