Kaktusar og sílikom (hættuleg blanda)
- Lúðinn hún Jessica Simpsons er búin að dæla sílikoni í varirnar á sér og lítur núna út eins og þroskaheft önd, þess má geta að stalla hennar Britney Spears syngur eins og önd sem er að kúka
- Ég horfði á myndina the Village í gærkvöldi og mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman af einhverju öðruvísi og pínku kjánalegu.
- Ég mæli með bresku gamanþáttunum Coupling við alla.
- Við hjónin vorum að leita okkur að plöntu í gærdag þegar einkasonurinn tilkynnti okkur allt í einu að hann langaði í kaktus. Okkur fannst ágætis hugmynd að hann fengi að kaupa sér plöntu og hugsa um hana þar sem gæludýr er ekki fræðilegur möguleiki. Við reyndum um stund að vekja áhuga hans á hinum ýmsu plöntum sem hafa ekki nálar en hann var harðákveðinn að hann langaði í kaktus. Svo við fundum einn með þykkum nálum sem virka minna ógnvekjandi en þunnar litlar nálar. Og nú er þriggja og hálfs árs Daníel Bjarni rosalega heimilislegur með kaktus í herberginu sínu.