Úff.......
í gærkvöldi komst ég að því fyrir algjöra slysni að það er djamm-sena hérna í Westerly. Ég kíkti semsagt á báða skemmtistaðina hér í bær og fór á djammið í fyrsta sinn síðan ég var á Íslandi um jólin.
Klárlega er ég alveg úr formi þegar kemur að djammi og kann ekki að drekka eins og alvöru djamm-kanar gera. Til dæmis tók ég fyrir algjöra slysni þrjú af þeim viðbjóðslega ógeðslegustu skotum sem ég hef á ævi minni drukkið.
Piparmyntu..........einhver viðbjóður
einhver viðbjóður með gullflögum í borið fram goldshhhlager
og jagermæster.
Sem betur fer hafði ég vit á að skipta niður í gjingereil á milli þessara viðbjóðslegu skota. Ég lurkaðist ekki heim fyrr en langt undir morgun og kom fötu fyrir við hliðina á rúminu. Svo vaknaði ég í morgun og get núna hvorki setið né staðið vegna þynnku.
En sem betur fer er mér ekki óglatt.
Hjálpi mér allir heilagir.