Úff.......
ég þoli ekki þegar ég man ekki eitthvað sem ég er að reyna að muna.
Í gærkvöldi var ég að svæfa son minn og las fyrir hann tvær uppáhalds bækurnar hans þessa dagana.
Eða,
ég skoðaði þær eiginlega með honum.
Því þessar tvær eru myndabækur sem við skoðum og reynum að læra íslensk orð, eða hann reynir að læra íslensk orð og ég reyni að kenna honum.
Þetta eru þarna Richard Scary orðabók barnananna og hin stóra gula bókin sem allir áttu þegar þeir voru litlir sem eru með svona gulri önd sem er alltaf út um allt.
En nema hvað,
þegar lestri var lokið þurfti ég að gera eitthvað þægilegt eins og strjúka honum um bakið og klóra honum á bakinu.
Svo duttum við bæði út af, fyrir klukkan níu, ég í öllum fötunum og undir þrem sængum.
Ég vaknaði klukkan ellefu þegar maðurinn kom heim úr heimsókn sem hann var í.
Ég vissi að ef ég myndi fara fram á bað og bursta í mér tennurnar myndi ég vakna svo vel við piparmyntuna og kalda vatnið að ég myndi vera andvaka til klukkan fjögur.
Svo ég sleppti því að bursta.
EN allaveganna,
þegar ég vaknaði var ég að hugsa um það sem mig dreymdi og ég var að hugsa "þessu verð ég að deila með lesendum bloggsins, ætti ég að skrifa þetta niður? nei ég man þetta pottþétt á morgun."
En viti menn.......
ég man ekkert núna hvernig þessi skemmtilegi draumur var!
Oooooooooooooooooo............