Monday, March 06, 2006

Jæja Rúnar frændi fékk ekki Óskarinn í gær en ekki dugir að gráta yfir því. Ég horfði í smá stund en gafst svo upp eftir að einn af þeim sem vann verðlaun fyrir förðun sýndi samstarfsfólki sínu mikinn dónaskap með því að einoka þakkarræðuna og leyfa ekki öðrum að komast að jafnvel þó að samstarfskona hans hefði verið að krafsa í jakkann hans allan tímann sem hann þakkaði fólki.

Þessa daganna eru miðannarpróf (midterms) í University of Rhode Island (URI) og að þeim loknum tekur við vorfrí (spring break). Móðir mín (einnig þekkt sem mamma, og/eða Íris Sig) mun vippa sér yfir atlantshafið og eyða góðum stundum með einkadóttur sinni (DíDí pússískrím, Dísa Bjarna, Hördis Bídjarnadoter) og eina barnabarni (Dadú Padda). Það mun verða gaman að eiga smá frí inn í miðri önn og stefni ég á það að sofa út a.m.k. einu sinni í þessu fríi. Einnig mun ég taka bílpróf í fríinu til að öðlast amerískt ökuskrírteini og þá mun ég einnig fá að borga lægri bílatryggingu.

Mín einka-hálf-systir á afmæli á morgun og munu þá verða liðin átta ár síðan hún fæddist. Þegar mamma kemur mun ég eyða smá tíma í að þjóta hornanna á milli í fylkinu leitandi að hæfilegri afmælisgjöf fyrir átta ára hnátu.

Uppástungur vel þegnar.

|