Æ æ æ.........
eftir að ég flutti frá Íslandi hef ég tekið eftir ákveðnum hlutum þegar ég kem heim til landsins í heimsókn, eða þegar ég fylgist með íslenskum fjölmiðlum (og bloggsíðum) úr fjarlægð.
Það sem ég hef tekið eftir er að Íslendingar virðast voða margir vera í útúrtjúttuðu lífsgæðakapphlaupi, rosalega margir eru á flottum bílum, búa í geggjuðum íbúðum og spá mikið í að klæða sig í föt frá fínum hönnuðum.
Það er eins og allir eigi alltaf pening til að fara á djammið um hverja helgi og kaffihús og kaupa ipoda, ný föt, laptoppa og ég veit ekki hvað og hvað.
Og það er eins og það sé svo ótrúlega mikil atvinna í boði miðað við fólk að fólk fæst bara ekki til að vinna ákveðin störf.
Ég held ég sé ekki alveg að koma orðum að því sem ég er að segja nógu vel en þegar maður fer í burtu í smá stund, og kemur svo til baka í heimsókn þá hefur maður stundum hugsað "vá hvað er í gangi, þetta getur varla endað vel....."
Og núna lítur út fyrir að spár mínar séu að fara að rætast.
Þetta á ekki eftir að enda vel.
Að lokum verð ég að benda á þetta ef einhver skyldi hafa misst af að sjá þetta í kommentakerfinu.
Fliss fliss.