Það er svo sniðugt með myndavélina okkar, við getum snúið við litla kassanum þar sem maður sér hvernig myndin er sem maður er að taka. Það er alveg þrælsniðugt þegar kemur að því að taka myndir af Daníel. Hann nefnilega vill aldrei horfa í myndavélina, en þegar ég sneri við litla skjánum í fyrrakvöld og hann sá sjálfan sig, þá var hann sko heldur betur til í að bregða á leik fyrir myndavélina.
Fyndið, hann hefur svo gaman af að sjá sjálfan sig í spegli eða á mynd, eru öll börn svona hrifin af sjálfum sér? En hann er búinn að safna hári síðan síðast pabbi.