Wednesday, April 05, 2006

Sjónvarpsgagnrýni Dísu

* Í einum af fyrstu þáttunum af Desperate Housewives sagði Martha Hoover við Susan Myers að hún væri að passa krakkann hennar Edie Britt það kvöld vegna þess að Edie var að fá gest. Þessi krakki er núna horfinn og enginn hefur minnst á hann fyrr né síðar.

* Í Friends spurði Gunther eitt sinn Rachel hvenær hún ætti afmæli og hún maí eitthvað. Mögum þáttum seinna var hún að daðra við lögregluþjón og sagðist þá vera vatnsberi.

* Pheobe úr Friends var grænmetisæta sem borðaði ekki kjöt og vildi alls ekki ganga í fötum búnum til úr dauðum dýrum eins og sást greinilega þegar mamma hennar gaf heni loðkápu. En þegar Monica og Rachel héldu barnasturtu (babyshower) fyrir hana þá ákváðu þær að gefa henni leðurbuxurnar sem henni hafði svo lengi langað í.

* Eitt sinn dró Ross (úr Friends) fram hljómborðið sitt og fór að spila fyrir vini sína tónlist sem hann hafði samið á sínum háskólaárum. Þeim fannst öllum tónlistin ömurleg, Chandler sem og öðrum vinum. Seinna þegar horft er til fortíðar í einum þætti sést hvar Chandler og Ross eru í háskóla, og eru að rabba saman um hljómsveitina sem þeir eru saman í......

Kann einhver einhver fleiri svona dæmi?

og já ég veit að ég er sorgleg og þarf að get a læf

|