Monday, April 03, 2006

Ingibjörg, er þetta tvífari bróður míns?

Það var bara nokkuð ágætt á barþjónanámskeiðinu, jafnvel þó að ég þyrfti að eyða helginni minni frá eitt til átta báða dagana í kennslustofu........en hei, sumt lætur maður sig hafa.

Við lærðum hvernig á að hella einni únsu án þess að mæla eina únsú í mæliskeið, lærðum um helstu áhöld sem barþjónar nota, lærðum hvernig á að blanda hina ýmsu drykki og æfðum okkur, og svo var alkahól seiftí heill kafli sér út af fyrir sig.

Núna verða nefnilega allir sem vilja fá að afgreiða áfengi í ród æland að hafa farið í gegnum tips prógrammið sem er alkahól seiftí. Það er ekki til að koma í veg fyrir að fólk keyri undir áhrifum heldur til að koma í veg fyrir að fólk verði of drukkið. Svo það er bara svona beisik hvað maður þarf að hafa augun opin fyrir og hvernig er á kurteisan hátt hægt að segja viðkomandi að hann fái ekki meira að drekka.

Fíneríis námskeið.

Önnur umferð af nágrönnum á neðri hæðinni er að flytja út. Eigandinn (sem þykist ekki vera eigandi heldur vinna fyrir eigendurnar, það er önnur saga, sem ég verð að muna eftir að segja við tækifæri) kom í gær og sagði Neil að hann hefði látið loka fyrir rafmagn á neðri hæðinni til að losna við fólkið sem borgaði víst ekki leigu.

Fegin er ég! Þau voru alltaf með sjónvarpið svo hátt stillt hjá sér og voru greinilega með eitthvað sörránd sánd, svo að mín íbúð nötraði þegar þau voru að horfa á eitthvað. Við heyrðum að umferð þrjú af nágrönnum sé fólk með börn. Vonandi er það eðlileg fjölskylda en ekki einhver eins og við köllum á ísl-ensku hvítt drasl.

Samt get ég ekki að því gert að ég vorkenni þeim eitthvað smá. Nágrönnunum sem voru að flytja út. Ég veit ekki alveg af hverju.

|