Friday, March 31, 2006

Voruði búin að sjá Elvis?

Ég er búin að vera hálfslöpp og í gærdag náði slappleikinn hámarki svo ég ákvað að taka mér dag í að reyna að ná mér, hvíla mig eins mikið og ég gat og byggja upp ónæmiskerfið.
Ég kláraði að lesa "In Cold Blood."
Dáðist að því hvað hún var vel skrifuð,
horfði aðeins meira á það hvernig myndin Capote var gerð og hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir.

* Gaurinn sem lék bróðurinn á Judging Amy skrifaði handritið
* húsið þar sem morðin áttu sér stað og er eingungis notað í einu-tveim atriðum, var erfitt að finna, mndin er tekin í Winnipeg sem líkist Kansas að mörgu leyti en ekkert gott hús fannst sem passaði nógu vel sem aðal húsið fyrr en aðstandendur myndarinnar fundu hús sem hafði verið yfirgefið í 50-60 ár og það kostaði fór 1/3 af heildarkostnaðinum við alla myndina í að gera upp þetta hús. Sem sést í einu, tveim atriðum.
* maðurinn sem lék Perry Smith brotnaði oft saman á meðan hann lék í myndinni.
* hver einasti aukaleikari sem sést í myndinni er valinn af leikstjóranum sjálfum.

Allaveganna,
nú er kominn tími til að hætta að gleyma sér yfir bók og kvikmynd og fara að einbeita sér að því að klára þrjár ritgerðir og fara á barþjónanámskeið um helgina, og ná tökum á skólamálum og LÍN og öllu því stússi.

En ég mæli með 'In coold blood', ekkert smá vel skrifuð bók.

|