Wednesday, March 29, 2006



Voðalega finn ég alltaf mikinn mun á mér orkulega þegar veðrið verður betra.
Nú er formlega að koma vor hér, ekki platvor, svona þegar hitinn verður hár og allt byrjar að blómstra og grænka og svo allt í einu "nei bara djók, nú kemur vonda veðrið aftur, ekki treysta neinu, og lifið í óvissunni" eins og á mínu ástkæra föður og móður-vina og fjölskyldu landi.

Nei,
nú er komið svona,
hei, þegar veturinn er búinn kemur vor og við erum ekki að djóka, og bráðum kemur sumar og þú getur treyst því að þegar þú pakkar niður dúnúlpunni þarftu ekki að taka hana upp aftur fyrr en í október......
vor.

Sumum finnst ég kannski vera föðurlands-svikari að tala svona um veðrið á landinu sem ég elska eins og fjölskyldumeðlim, en Dr.Gunni gerði það í DV og núna geri ég það líka: íslenskt veður er nó fön beibís, nó fön.

En vatnið er gott, fólkið eins og best verður á kostið, náttúran falleg, ódýrt að htia húsin sín, gaman á djamminu og fullt af öðrum kostum.

En það er fyndið hvað veðrið hefur áhrif á skap í svona lofthaus eins og mér.
Um leið og sólin fer að skína fyllist ég af krafti og finn að núna er kominn tími til að ná af sér aukakílóunum, taka skólann af krafti, finna góða sumarvinnu, gera jafnvel garðinn sætan og ég veit ekki hvað og hvað. Allt af því að sólin skín.
Og þegar dagarnir eru gráir (sem þeir eru oft, oft oft hér, sérstaklega á veturna) þá er maður eitthvað....."jæja best að fara heim og baka smákökur og liggja undir sæng um miðjan dag og horfa á grey´s anatomy þátt sem ég tók upp í gær."

Vá mar,
ef ég byggi í Kaliforníu eða á Havæ þá væri ég kannski bara alltaf í stuði og full af orku.

p.s. Myndin hér að ofan er af tilefni þess að ég fékk A plús (æi hvar er plús táknið) á miðannarprófinu í listasögu um daginn.
Hún heitir Garden of Eerthly Delights og er eftir Hieronymous Bosch, frá 1599, ef ég man rétt.

|