Saturday, April 15, 2006

Ég vil vekja athygli á því að einn af mínum eftirlætisþáttum þetta skólaárið hefur göngu sína á skjá einum í kvöld klukkan hálfátta.
Það mun vera hinn umdeildi ameríski Office.

Já,
við vitum öll að breska útgáfan er frábær og góð og jafnvel betri en ameríska. En fyrir unnendur góðs sjónvarpsefnis mæli ég með því að taka niður fordómagleraugun og njóta góðs húmors án þess að vera alltaf með fisjað upp á nefið að bera hluti saman.

Annars er komið að nýjum lið á blogginu...........
spurningakeppni:

Úr hvaða teiknimyndarseríu er þessi setning:

"Góða nótt, góðir hálsar, hvar svo sem þið eruð."

Ég kem með hint ef enginn getur þetta.

Ójá,
verðlaun.

Í verðlaun er póstkort frá mér með mynd af listaverki sem ég sá um daginn á RISD safninu í Providince.
Þess má geta að ég þurfti að fara á þetta safn til að velja mér verk til að skrifa um fyrir listasögu og mér gekk eftirfarandi að komast þangað.

Ég leitaði að leiðbeiningum á netinu til að finna bílastæðaskúr til að leggja í. Týndist út um alla borg og fann hvergi bílastæðaskúrinn, götur voru ýmist lokaðar vegna viðgerða eða voru bara ekki þar sem þær áttu að vera. Endaði á að finna allt annan bílastæðaskúr og lagði þar. Lengst í burtu frá safninu. Spurði um leiðbeiningar til að finna safnið, lagði af stað fótgangandi og týndist. Fékk tár í augun, reif leiðbeiningarnar í tætlur, ráfaði um án þess að vita hvert ég væri að fara tautandi "ég hata þessa helvítis borg, helvítis kennarinn, helvítis allt, djöfull!". Endaði einhvern veginn á því að finna safnið.

Skoðaði safnið, valdi verk til að skrifa um, lagði af stað í áttina að bílastæðahúsinu. Fann hvergi bílinn, labbaði út um allt bílastæðahús, (svona tíu sinnum stærra heldur en í Kringlunni) var alveg við það að gefa upp von þegar ég hitit á einhvern sem vann þarna og benti mér á að bíllinn minn var í hinni byggingunni.

Fann loksins bílinn eftir að hafa labbað 10-15 km á einum degi, bjó mig undir að keyra beint heim, tók vitlausa beygju og endaði á því að rúnta um providince án þess að hafa hugmynd um hvert ég væri að fara. Hugsaði "ég sakna Íslands". Endaði á því að finna elskulegt skilti sem benti mér hvar 95 south væri. Þegar ég komst upp á highwayinn sem lá heim á leið hugsaði ég "það mun líða smá tími þangað til ég kem hingað ein keyrandi aftur."

Jæja,
tími kominn til að fara upp í skóla og klambra saman tveim ritgerðum.

|