Friday, April 21, 2006

Ég þoli ekki þegar fólk......
-andar hátt
-andar með nefi sem blístrar
-smjattar á tyggjói (mömmu að kenna)
-setur fótinn á sætið fyrir framan sig, ef ég sit í þeirri sætaröð (þegar ég sit í bíóskal, t.d. í skólanum)
-ekur hægt í vinstri akgrein
-svínar fyrir mig en ekur svo á 20km hraða, ef það var að drífa sig svona mikið að það hætti mínu lífi og sínu með því að svína, þá ætti það að þora að aka hraðar
-tyggur klaka eða frostpinna, eini gallinn við kokteildrykkju minnar og Neil, það hrellir mig þegar hann tyggur klakana
-talar vibba hátt í gemsa á annars þöglu bókasafni

og margt, margt annað


kannski þoli ég yfirhöfuð bara ekki fólk

ja maður spyr sig

|