Síðan ég fékk barþjónaskírteinið í hendurnar hef ég verið að dunda mér við að koma mér upp heimabar. Það byrjaði á því að Neil ruddi til plássi svo ég hefði hillu í eldhúsinu nokkurn veginn bara undir bardótið og svo byrjaði ég að safna.
Það er nú ekki komið mikið ennþá, en ég stefni á að eiga ekki bara áfengið sem þarf í helstu drykki heldur blandið líka, svo ég hef verið að grípa hitt og þetta þegar ég versla til heimilisins, eins og litla kippu af kókdósum og nokkkrar litlar flöskur af hinum og þessum söfum. Einnig hef ég verið að prófa mig áfram í kokteil-listum, með kokteilhristaranum sem ég á og nota ég þá gjarnan eiginmanninn og sjálfa mig sem tilraunadýr.
Þessir hafi komið vel út:
Cube Libre
Glært romm
kóka kóla
límónudjús (ekki úr ógeðisplastlímónu, heldur svona eins og maður kaupir í vínbúð, nema þið sem verslið í átvr, kaupið í Hagkaup eða 10 11, úr flösku alltént, ekki úr plastlímónu)
klakar
ekki hrista drykkinn og reynið að hafa gott hlutfall af öllu, eins og únsa til tvær af rommi, kók eftir smekk og dass af límónudjús (dass er einn fjórði úr únsu)
Bay Breeze
únsa til tvær af vodka
fyllt upp með trönuberja (cranberry) og ananas-safa
hrist eða hrært með klökum