Tuesday, April 18, 2006

Vitiði hvað mér finnst svo sniðugt að ég ræð mér ekki fyrir kæti?
Netflix.
Vídjóleiga á netinu.

Það virkar þannig að maður greiðir mánaðargjald fyrir þessa þjónustu og velur sér prógram, akkúrat núna er ég að skipta úr prógramminu tvær myndir í einu, í mesta lagi fjórar á mánuði yfir í þrjár myndir í einu ótakmarkað á mánuði.

Maður fær notendanafn og leyniorð á síðunni og býr til röð af myndum sem mann langar að sjá, myndina sem maður vill fá næst hefur maður í efsta sæti, o.s.frv. Myndirnar koma senda í pósti og þegar þú ert búinn að horfa á þær seturu þær aftur í umslagið og í póst, (þarft ekki að setja frímerki, þeir sjá um það).

Maður þarf aldrei að borga sekt eða skila myndinni fyrir einhvern ákveðinn tíma, ef ég vil hafa mynd í tvær vikur þá bara geri ég það. En um leið og ég er búin að horfa á myndina og setja hana í póst, fæ ég senda aðra í staðinn.

SVo þegar ég er búin að horfa á myndina og skila henni skrái ég mig inn á síðuna og ef myndinni einkunn, til dæmis núna, ef ég gef Brokeback mountain geðveikt góða einkunn, þá koma upp uppástungur. Þeir sem fíla brokeback mountain fíla einnig, þetta þetta og þetta.

Ég er búin að gefa fullt af myndum einkunn svo að þeir eru með fullt af uppástungum fyrir mig. Einnig getur maður leitað að mynd eftir flokkun, það eru allir augljósu fokkarnir, grín, hasar, teiknimyndir, en svo eru líka flokkar sem eru verðlaunamyndir og þar getur maður séð öll helstu verðlaunin eins og óskarinn og BAFTA og hvaða mynd fékk verðlaun fyrir hvað, hvaða ár.

Og úrvarlið er hreint ekki slæmt. Til dæmis er ágætt úrval af íslenskum myndum.

Nú svo um daginn fékk ég rispaðan disk, þá fór ég á netið og tilkynnti það og annar diskur með sömu mynd var sendur mér um leið í póstinum.

Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar hvað þetta er drullusniðugt þá er síðan hér.

|