Tuesday, April 25, 2006

Ég hef verið undir gríðarmiklu álagi í skólanum undanfarna daga og fékk í ofánalag að vita að vinnan sem ég ætlaði að hafa sem vara-sumarvinnu, er fullbókuð svo ég get ekki stólað á að hafa hana vara.
Svo að ég var útkeyrð í dag og ákvað að taka mér andlegan-veikindadag til að hlaða batteríin. Ég fór í jóga og fór svo með vinkonu minni á ströndina þar sem við borðuðum samlokur og karamellur og láum í sólinni, á milli þess sem við stungum tánum ofan í.
Þegar ég kem heim pínku sólbrennd og úti-þreytt í staðinn fyrir bókasafns-þreytt hugsa ég um westerly, "hvernig get ég nokkurn tímann farið frá þessu?"

|