Fyndið með krakka og föt,
maður þarf endalaust að vera að endurnýja fötin þeirra af því að þau stækka. Góð ending á flík myndi ég segja að væra kannski svona ár.
En það eru ein náttföt sem Daníel á sem eru mér ráðgáta.
Hann fékk þau í jólagjöf þegar hann var eins og hálfs árs!
Núna er hann að verða fjögra ára og gengur ennþá í þeim.
Ég meina þau eru náttúrulega orðin svoldið stutt,
en þjóna ennþá sínum tilgangi.
Furðulegt, furðulegt.