Klessa lollípopp er orðinn fjögra ára.
Í gærmorgunn þegar við vöknuðum spurðum við hann hvernig það væri að vera orðinn fjögurra ára og hann sagði "I´m not four yet, I haven´t had my birthday" svona hélt þetta áfram út allann daginn og meira að segja í veislunni sjálfri, þá sagði hann ennþá "I´m still just three and a half, I still haven´t had my birthday cake."
Svo loksins þegar við vorum búin að borða ís-risaeðlu-tertu, spurðum við Daníel "Ertu orðinn fjögurra ára?" og hann sagði "yeah, I´m four now."
En dagurinn var nokkuð góður,
veðrið var gott allan daginn og veislan var mjög vel heppnuð,
nokkrir góðir vinir í góðum garði í góðu veðri að leika með vatnsbyssur og bolta, grilla, drekka bjór, leika og hafa það gott.
Daníel fékk góðar gjafir, margar sumarlegar og góðar eins og flugdreka, hlaupahjól, krítar, stóra vatnsbyssu og sápukúlur. Ég hlakka til að sjá litla andlitið hans verða sólbrúnt í sumar, eins og það er á myndinni hér að ofan sem Dagur snillingur tók í ágúst á síðasta ári.
Ég vil enda á því að óska Emmu, Henning og Sölku til hamingju með nýjustu viðbótina í þeirra sætu fjölskyldu en þeim fæddist stúlka í gærmorgun, og ef hún líkist öðrum sem eiga þennan fína afmælisdag verður hún ábyggilega frábær persónuleiki.
Skál fyrir börnum!!!
megi þau lengi lifa og eiga falleg líf!