Ef einhvert ykkar kæmi til mín í dag og segði "Dísa, mig langar í geisladisk, hverju mæliru með?" þá myndi þessi þarna uppi, Blue Lines, með Massive Attack vera einn af þeim fyrstu sem kæmi upp í hugann.
Síðan gæti ég komið með romsu af öðrum geiladiskum sem ég fíla í tætlur og hef hlustað á niðrí ræmur.
En nú er staðan svoleiðs að ég spyr ykkur,
mína kæru vini og ættingja,
hvaða disk mæliði með að ég bæti við í safnið mitt?
Ég veit að sum ykkar hafið nefnt hin og þessi nöfn við mig,
en það gerist svo oft að ég fer að hugsa um eitthvað annað og man svo ekki hvað mér var sagt, af því að höfuðið á mér er fullt af ómerkilegum smáatriðum úr eigin- og annarra lífum, sem ég man alltaf eins og þau hefðu gerst í gær.
Nema hvað,
ef hver einasti sem les þessa færslu gæti gert eftirfarandi:
komið með nafn á disk,
og nafnið á þeim sem flytur,
þá yrði ég þakklát.
Ég læt ykkur svo vita hvað ég ákveð að splæsa í og hvernig það fílast.
Bjarnadóttir out!
(þetta hljómar ekki eins og þegar Seacrest segir þetta í Am.Idol)