Monday, May 15, 2006

Eftirtalið fólk fer í taugarnar á mér:

Þegar tvær akgreinar sameinast í eina vegna þess að það er verið að gera við aðra þeirra kannski, segjum til dæmis að það séu einhverjar framkvæmdir í gangi og hægri akgrein sé lokið. Sumir reyna að komast yfir um leið og þeir sjá að þeirra akgrein er lokuð og aka þannig hægfara í eina akgreininni sem er opin, vinstri.
Aðrir sjá að þeirra akgrein er að fara að lokast en sjá að þeir geta spíttað fram úr öllum vinstra megin vegna þess að hægri akgreinin er svo gott sem auð. Svo þeir bruna fram úr öllum vinstra megin og ýtast svo inn í fremst á frekjunni einni saman.
Ég þoli ekki það fólk.

Einnig fara sum börn mikið í taugarnar á mér.
Það eru börnin sem fara í herbergi þar sem eru klifurveggir.
Einn veggur er merktur fyrir 5-7 ára börn, annar er merktur fyrir 3-5 ára.
Ég þoli ekki krakka sem er sex ára og fer á veginn sem er fyrir 3-5 ára krakka og valtrar yfir yngri krakkanna til að sýnast ofurklár hetja.

Maður spyr sig.
Verða þessir krakkar á klifurveggjunum seinna svona fólk sem kann ekki að haga sér þar sem tvær akgreinar renna saman í eina?

Bara vangavelta......

|