Voðalega er mín glöð að vera búin í prófum.
Kom heim og lagði mig ógisslega lengi,
þegar ég vaknaði ákváðum við Neil að fá okkur smá KFC ásamt DB.
Þegar sá stutti (sem er alltaf að lengjast) var sofnaður fengum við Neil okkur kokteil og horfðum á Lost.
Talandi um Lost þá vil ég benda góðu fólki á þá góðu staðreynd að það er hægt að horfa á splunkunýja Lost þætti og fleira áabc.com.
Nú ætla ég að njóta þess að vera komin í tíu daga frí (þangað til nýja vinnan byrja) og einnig að fara upp til Boston á sunnudaginn að hitta mömmu mína. Fyndið næsti Sunnudagur er mother´s day hérna, sem ameríkanar gera risa risa mál útaf og ég verð í Boston með mömmu minni, tengdamömmu og afkvæmi okkar allra.
Það verður vonandi skemmtilegur dagur.
Svo erum við Neil byrjuð að plana allt skemmtilegt sem við ætlum að gera þegar pa, Só og Ha koma í heimsókn.
Jæja,
tími fyrir morgunumat.