Ég lá upp í rúmi í gærkvöldi með Daníel og var að lesa Einar Áskel. Þegar sagan var búin sagði Daníel: "I wanna be like him, but not with short hair like him. Just like him in the end, and the middle and the beginning."
Eftir smá umræður kom í ljós að Daníel vildi smíða þyrlu eins og Einar Áskell gerði í bókinni. Svo við ætlum kannski að gera það í sumar.
Ég nenni ekki alveg að tala um nýju vinnuna af því að það kom í ljós að launin og vinnutíminn eru verri en ég hefði á kosið svo ég er að íhuga málin. En fólkið er næs, staðsetning golfklúbbsins er einn flottasti staður sem ég hef komið á og maturinn..........NAMM!!!
En ég er eitthvað að spöklera málin svo ef einhver vinur eða kunningi vill slá á þráðinn, vírd síminn er að hringja. Ó, þetta var bara sölumaður.
Jæja,
allaveganna.
Ég er farin í bili.
Ciao.