Ég var að reyna að taka eitthvað upp um daginn og þetta kom upp úr krafsinu, er þetta ekki svoldið eins og svona spennu atriði í hryllingsmynd?
Í öðrum fréttum, ég er hætt á japanska staðnum og hefst nú handa við að njóta samvista við mína yndislegu fjölskyldu, og leita mér að annarri vinnu. Ég segi ykkur söguna um af hverju ég hætti seinna.
Það er gaman að vera búin að fá pabba og co. hingað og ég vona að veðrið fari að skána sem fyrst. Það er búið að vera rigningarveður og mollulegt síðan þau komu en þau fá nóg af því á Íslandi (að mér skilst) svo ég bið til veðurguða núna um smá sól og sumaryl