Wednesday, June 28, 2006

Djöfull er ég ánægð með eitt sem er á gangi á Íslandi í dag.
Það eru nýju lögin og réttindin sem ná yfir samkynhneigða.

Hérna í landinu sem ég bý eru ekki margir sem sýna samkynhneigðum pörum eða fólki þann skilning og umburðarlyndi sem þau eiga skilið. Þau eru ennþá föst í því að fá ekki réttindi til fulls á við gagnkynhneigt fólk þegar kemur að því að stofna fjölskyldu og fleira.

Mér finnst sorglegt að hugsa til þess að það séu fáar sem engar leiðir til þess að eignast börn fyrir konur og menn sem hafa langanir eins og annað fólk til þess að ala upp börn og eiga fjöslkyldu bara af því að það er þeirra hlutskipti í lífinu að laðast að fólki af sama kyni en ekki hinu kyninu.

Ég fékk tár í augun þegar ég sá lesbíupar í kastljósi segja frá því að þær hygðust núna nýta sér nýju löggjöfina í að reyna að eignast eitt eða fleiri börn vegna þess að þær eins og margar aðrar konur langar til þess að eignast börn og verða mæður.

Ef ég hefði aldrei eignast barn væri ég allt öðru vísi manneskja heldur en ég er í dag. Ég hugsaði öðruvísi um allt og alla. Án þess að plana það þá eignaðist ég barn og allt lífði mitt breyttist.

Það jafnast ekkert sem ég hef nokkurn tímann prófað á við tilfinninguna að eiga barn. Þess vegna finnst mér að allt fólk sem þráir að upplifa þessa tilfinningu og bjóða lítilli manneskju inn í sitt líf til að breyta því að eilífu, eigi að hafa réttindi á því að taka þessa ákvörðun.

Til hamingju með daginn samkynhneigðir Íslendingar.

|