Tuesday, January 31, 2006

Jeg er i svona skapi ad mig langar ad standa uppi thessu tolvuveri sem jeg er i og segja "Thegidi! Thegidi oll!" Hlaupa svo um allt og sla alla med flotum lofa a hnakkann og fara heim, undir saeng, ad horfa a vidjo thangad til sumarid kemur.

Getur einhver sagt mer hvort jeg myndi eiga rett a lanum fra LIN ef jeg er bara i 12 einingum?

|

Monday, January 30, 2006

I dag er vedrid gratt og jeg er i grau skapi.
Ef eitthvert ykkar verdur vakandi um midnaetti a ykkar tima
(kl.atta a minum tima) og viljid hringja og spjalla sma,
tha vaeri thad vel thegid.
001 401 596 1686

|

Friday, January 27, 2006

Ást er.....
að taka fyrstu skrefin saman.

Stendur í auglýsingu sem er í Fréttablaðinu í dag, svo er mynd af mömmu haldandi í krakka og pabba að taka myndir af öllu saman.
Það er bara eitt sem er algjörlega fáránlegt við þessa mynd, krakkinn lítur út fyrir að vera a.m.k. tveggja ára og er á fljúgandi ferð án hjálpar, mjög augljóslega ekki að taka fyrstu skrefin!

Djísus!

|

Thursday, January 26, 2006


Áhugaverð staðreynd dagsins:
Vegna mis-túlkunnar á Biblíunni sýna margar styttur og myndir af Móses hann með horn á höfðinu.
Þetta lærði ég í dag í listasögu 252.

|

Tuesday, January 24, 2006

Stiklur

- Skólinn byrjaði aftur eftir jólafrí í gær, það sem mér fannst eftirtektarverðast var hvað það var rosalega erfitt að vera í mannmergð aftur.

- Daníel byrjaði á nýja leikskólanum í gær og líst vel á sig þar.

- Ég keypti mér fyrstu seríuna af LOST í afmælisgjöf handa sjálfri mér og við Neil erum búin að vera alveg límd við skjáinn og horfum á hvern þátt á eftir öðrum.

- Ég svaf rosalega illa í nótt, vegna þess að ég fór of seint að sofa út af LOST, dreymdi illa út af LOST, maðurinn uppi var þrammandi um alla nóttina og við heyrðum rosalega mikið í honum sem við gerum ekki vanalega, og Daníel kom upp í rúm til okkar, einhverra hluta vegna vill hann alltaf hafa annan fótinn á maganum á mér þegar hann sefur upp í og í gærkvöldi fann ég hvergi varnarkodda sem ég hef venjulega eins og brynju til að hann geti ekki gert þetta, svo ég var með þriggja og hálfs árs fót á maganum hálfa nóttina.

- Það er langur dagur í skólanum fyrir höndum í dag.

|

Sunday, January 22, 2006



Það var ótrúlega gaman hjá mér á afmælisdaginn. Eftir að hafa fengið góð símtöl frá vinum og vandamönnum á Íslandi ákvað ég að skella mér í ljós sem er alltaf gott í skammdeginu. Náði að sólbrenna aðeins og skellti mér léttgrilluð í mollið þar sem ég þurfti að eyða smá afmælispening. Keypti mér fín föt, snyrtivörur og heilsubótaefni og hélt heim á leið.

Þegar heim var komið var ákveðið að hringja í góða vini og fara út að borða. Vinirnir eru Ari Páll og Marlísa. Þeim datt í hug hin stórgóða hugmynd að fara á hibachi grill. Það er ótrúleg upplifun. Hópur af fólki situr í kringum steikarpönnu sem er eins og á myndinni hér að ofan og velur hvað það vill borða. Steik, humar, rækur eða eitthvað annað gott og með því fylgja steiktar núðlur og steikt hrísgrjón.

Svo kemur kokkurinn fram með hráefnið þegar allir eru búnir að panta sér drykki. Hann skellir öllu á pönnuna með þvílíkum látum, kúnstum, gríni og brellum. Segir brandara, kveikjir í pönnunni, kveikir í eggjum. Segir "who´s your daddy?" við humar jafnt sem steikur á milli þess sem hann lemur þau með steikaráhöldum.

Eftir að hafa skellt í mig romm og kók jafnt sem sakí (hrísgrjónavín) var komin svo mikil bullandi stemming í mannskapinn að við héldum í mína íbúð þar sem við grínuðumst mikið og skelltum svo Doors á fóninn og dönsuðum eins og brjálæðingar. Þegar ég var að dansa og syngja áttaði ég mig á því hvað poppstjörnur verða að vera í frábærlega góðu formi til að geta sungið svona og dansað á sviðinu í fleiri klukkutíma í einu, vá ég stóð á gati.

Eins og þetta hefði ekki verið nóg sprell á einni helgi þá átti Marlísa afmæli akkúrat degi á eftir mér og var með fráááábært partý í gærkvöldi. Ótrúlega skemmtileg blanda af fólki. Allir komu með skemmtilegar áfengistegundir og krakkana sína og svo var pöntuð pizza og thai matur sem var algjörlega gómsætt. Fór ekki heim fyrr en að ganga fjögur.

Akkúrat núna er Neil úti í löngum göngutúr með Neil ásamt Marlísu og Ara Páli. En ég datt niður dauð úr þreytu eftir að hafa búið til frábærar samlokur í hádegismat og gat engan veginn rifið mig á fætur þó að það sé æðislegt veður úti.

Á morgun byrjar skólinn og alvara lífsins og mér finnst ég vera algjörlega tilbúin undir svoleiðs eftir svona ótrúlega skemtilega og hressandi helgi. 25 ára afmæli: vel heppnað. Só vott þó að ég sé gömul, ég er gömul sál og ung í anda. Með beibífeis.

|

Friday, January 20, 2006



Jæja,
þá er maður kominn í kvartöld.
Eins og tíminn líður verð ég orðin fimmtug áður en ég veit af,
svo sjötíuogfimm.
Ég held ég hafi fundið þrjár hrukkur í morgun þegar ég leit í spegilinn.

|

Wednesday, January 18, 2006

Stundum rek ég mig á það að íslensk orðasambönd og svona þýðast ekki vel á ensku.

Eins og áðan þegar ég ætlaði að fara að vaska upp en það var svo fáránlega mikið til að vaska upp og ganga frá að ég leit á Neil og sagði "you know, there is so much to clean up here that my hands fall looking at it."

Eða þegar ég kom heim einhvern tímann og sagði "my car needs windowpiss"

Eða þegar ég var að hlæja í hópi ameríkana, sló á lærið á mér og sagði "I will not get any older!"

Á svona stundum finnst ameríkönum ég svoldið öðruvísi.

|

Tuesday, January 17, 2006

Í fréttum er það helst að ég er mjög háð cubis 2 þessa dagana.
Jafnvel svo háð að ég eyddi tuttugu dollurum rétt í þessu í að kaupa mér fulla útgáfu af leiknum.
Úff.
Jæja skóli,
fara að byrja........

|

Monday, January 16, 2006




Ég breytti þessari mynd á síðunni sem Tinna benti á í teenager. Svo að þetta er kenning um það hvernig Daníel gæti litið út sem unglingur. Persónulega held ég að hann eigi eftir að verða myndarlegri en myndin hér að neðan.

|

Sunday, January 15, 2006


Það er búið að vera viðbjóðslegt veður hérna seinustu daga.
Rok, smá rigning og ógeð.
Í gær var samt góður laugardagur, fórum í heimsókn til vina um miðjan daginn, tókum með kippu af bjór. Já, þetta veður fær mig til að langa til að drekka um miðjan dag.
Í joggingbuxum. Eftir að hafa fengið að leggja mig í hálftíma fórum við út að borða á kínverskan stað.

Í hvert skipti sem ég kem á kínverskan stað lendi ég alltaf í sama vandanum.
Ég man ekki hvað er hvað? Hvað er aftur lo mein? Er það þetta í brúnu sósunni eða er það sem er í glærri sósu og bragðast eins og munnvatn? Eða var það chop suei? Og hvernig er þá aftur chow mein? Og hvað er egg foo young? Svo við ákváðum að taka tvær áhættur og byrja svo að halda dagbók um kínverskan mat.

Þegar ég kom heim startaði ég nýjum fæl í tölvunni sem heitir chinese food. Lo mein: núðluréttur í brúnni sósu með strimlum af kjöti, frekar góður. Egg foo young: einhvers konar mjög spes eggjakaka með brúnni sósu til hliðar, frekar góð.

Eftir að hafa þurft að senda til baka kók sem var eins og það kæmi úr lélegu sóda strím tæki frá sjöunda áratugnum ákvað ég að halda áfram að vera laugardagsbytta fjölskyldunnar og pantaði mér maí taí. Hann bragðaðist eins og hálf fullt glas af rommi með skvettu af ananasdjús og klökum. Kúgaðist við hvern sopa. Neil fannst það vera ráð að hella mikið af sykri út í drykkinn, hræra og reyna svo að drekka hann. Það bragðaðist eins og sykurvatn og romm. Viðbjóður.

Heima beið okkar myndin No such thing, sem er fræg á Íslandi fyrir þær sakir að hún er tekin upp þar. Fjallar um einhverja ófreskju og stelpu sem fer til að taka viðtal við hann og fer svo að hjálpa honum að deyja. Virkilega furðuleg mynd. Mjög hressandi samt að horfa á mynd sem maður myndi annars aldrei sjá eða vita af af því að hún er ekki ein af þessum stóru myndum. Mæli með henni ef einhver vill sjá eitthvað öðruvísi. Líka gaman að sjá hvern íslendinginn á fætur öðrum eins og Ingvar S, Baltasar, Helga Björns og fleiri. Hóm svít hóm. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.

Að lokum er hér eins spurning:
Hvaða ungi maður er þetta:

|

Saturday, January 14, 2006





Æi ég ætlaði ekki að setja mynd hér inn af því að þau virka ekki jafn töff þegar maður sér þau ein og sér eins og þau virka þegar maður sér þau á fólki, en allaveganna, hvor finnst ykkur flottari gulu eða hvítu eða hvorug?

|

Meirihlutinn af orkunni minni þessa dagana fer í að velta fyrir mér hvernig ég eigi að koma höndum yfir ákveðin stígvél sem mig hefur langað í lengi og móðir mín er búin að segjast ætla að gefa mér í afmælisgjöf.....
þau hættu í framleiðslu fyrir svoldlu síðan og ég sé ekki að ég geti fengið þau neins staðar annars staðar en á ebay.
Sá er galli á gjöf Njarðar að ég hef aldrei séð þau öðruvísi en á mynd, hvað þá mátað.
Bullandi áhætta í gangi hérna.

|

Friday, January 13, 2006

Your Birthdate: January 20

You are a virtual roller coaster of emotions, and most people enjoy the ride.
Your mood tends to set the tone of the room, and when you're happy, this is a good thing.
When you get in a dark mood, watch out - it's very hard to get you out of it.
It's sometimes hard for you to cheer up, and your gloom can be contagious.

Your strength: Your warm heart

Your weakness: Trouble controlling your emotions

Your power color: Black

Your power symbol: Musical note

Your power month: February

|

Thursday, January 12, 2006

Hjælp!
Getur einhver hjálpað mér að rétta af þessa skekkju sem er komin á síðunni.
Linkarnir eiga að vera til hægri efst,
ekki neðst í hægra horninu.

Í öðrum fréttum: ég var að fá Kleifarvatn eftir Arnald lánaða og þarf að pína mig til að leggja hana frá mér og halda áfram með venjulega lífið.
Mitt líf er eitthvað svo óspennandi miðað við hvað er í gangi hjá Erlendi og Sigurði Óla.

|

Er hægt að tala um eitthvað annað akkúrat núna en DV?
Um leið og ég vaknaði í morgun kveikti ég á tölvunni þar sem ég fór að horfa á Kastljósið og lesa Fréttablaðið. Og það hefur verið talað um fátt annað.

Enda er ekki mikið að gera hjá mér persónulega þessa dagana.

Það er mikið að gerast í íslenskum fjölmiðlum þessa dagana.
Ég fylgist spennt með.

|

Wednesday, January 11, 2006

|

Tuesday, January 10, 2006

Djöfull var ferðin hingað góð,
ég er komin með það á hreint hvað er best að gera þegar ég ferðast svona,
ferðast þegar mamma er að vinna.

Sátum á Saga Class og fengum rosalega góða þjónustu.
Þakka kærlega fyrir okkur móðir góð.

Skrýtið að vera komin heim.
Til Ameríku.

Ég gekk upp stigaganginn inn að íbúðinni minni og fann útlandalykt.
Hugsaði "já ég er í Ameríku, útlandi" kom svo inn í íbúðina fór að sofa og vaknaði daginn eftir og allt er eðlilegt.

Ég er samt alltaf eitthvað svoldið tóm að innan eftir að ég fer frá Íslandi,
og með svona kítl í nefninu eins og ég sé alveg að fara að gráta.

Af veraldlegum hlutum á ég eftir að sakna sturtunnar heima hjá mömmu allra mest.
Fór í mína sturtu áðan og hún er svo kraftlaus að það er svona eins og sjö pleimókalla standi í hring og séu að míga á mann. Á meðan heit bunan skellur á höfðinu er meira en helmingur líkamans að krókna af því að vatnið nær ekki þangað.

En jæja,
lítum á björtu hliðarnar.
Í dag eru einungis tíu dagar í að mín verði einn fjórðu aldar gömul,
25 ára er aldurinn þar sem allt í líkamananum stígur í átt að því að byrja að hrörna.

20.janúar er föstudagur
allan þann dag og kvöld ætla ég að sitja ein á bar og gráta.

|

Sunday, January 08, 2006

Vá.
Pestin mar.
Hélt á tímabili að það þyrfti að skutla mér upp á bráðamóttöku.
Þegar maginn á mér herptist svo þvílíkt saman að það var eins og það væri að vinda hann upp á þvottapoka. Það var stefnan þar innra með að allt færi út sem allra, allra fyrst. Og eftir að allt var löngu farið út var ennþá veriða ð reyna að koma öllu út. Þó það væri farið.

Missti af tónleikunum.
Missti af að hitta fólk sem ég var búin a hlakka til að hitta.

Vorkenndi sjálfri mér.
Vorkenni sjálfri mér enn.
Því ég er ennþá lasin.

Aumingja, aumgingja ég............

|

Friday, January 06, 2006

Dassi klikkaði bróðir er að selja miða á tónleikana á morgun en enginn má segja mömmu þetta því að hún á að passa fyrir mig en er ólm því hana langar svo.

Allavegna,
ég er ennþá með krossaða fingur að ég sleppi við gubbupestina,
hélt að ég væri dæmd þegar ég lenti í því að fá liggur við gubburigningu frá DB en sjáum hvað gerist. Akkúrat núna er ég að drekka bjór og eymslast yfir að hafa brennt mig efst í munnninum á heitu beikoni í gær.

Svona er að vera göltur.

p.s. hversu töff er að segja alltaf Bra!
sem upphrópun ef maður er hissa eða eitthvað.
Alveg eins og í andrés blöðunum í gamla daga.

Bra! varstu að fá nýjan jakka?! hann er geðveikur!

|

Thursday, January 05, 2006

http://www.crushcalculator.com/content/love/728927941

Hér getiði séð hversu líkleg þið eruð til að enda með þeim sem þið eruð skotin í.

Gamanað'essu

|

Wednesday, January 04, 2006

Jæja..........
nú er maður að reyna að pússla hitting inn í frídagana sína.
Smá vinna.
En hlakka til að sjá alla sem ég á eftir að sjá.
Fór í sun í gær, leið eins og ég hefði verið að drekka tekíla í heita potti þegar ég stóð upp æðarnar í höfðinu á mér víkkuðu og þrengudst á vísl og mig svimaði.
Svo ég fékk mér borgara með bleikri sósu, franskar með kryddi og bleika sósu til að dífa þeim oní.
SVimaði af fitunni sem þrengdi æðarnar.
Fór svo til ömmu og lagði mig.
Hitti svo litla frænku og furðaði mig á því hvað ungabörn eru aggapínulítil og furðulega útlítandi.
Oh,
ég finn það að ég á eftir að sakna Íslands.

|

Monday, January 02, 2006

Gaman að vera komin heim.
Það er alltaf eins og ég hafi aldrei farið burt þegar ég er hérna.
Eftirfarandi stendur upp úr, enn sem komið er:
Miklabrautin er æðisleg, af hverju var ekki löngu búið að drífa í þessu.
Það er gaman að sjá ykkur öll aftur.
Ah.........
þarna fór ritandinn.
Daníel Bjarni var að flá pleimó skip og ég held að ég þurfi aðstoð verkfræðinema til að setja það saman. Hef ekki athyglisgáfu í að fylgja þessum leiðbeiningum.
Hvað varð um legg og skel?

|