Tuesday, January 24, 2006

Stiklur

- Skólinn byrjaði aftur eftir jólafrí í gær, það sem mér fannst eftirtektarverðast var hvað það var rosalega erfitt að vera í mannmergð aftur.

- Daníel byrjaði á nýja leikskólanum í gær og líst vel á sig þar.

- Ég keypti mér fyrstu seríuna af LOST í afmælisgjöf handa sjálfri mér og við Neil erum búin að vera alveg límd við skjáinn og horfum á hvern þátt á eftir öðrum.

- Ég svaf rosalega illa í nótt, vegna þess að ég fór of seint að sofa út af LOST, dreymdi illa út af LOST, maðurinn uppi var þrammandi um alla nóttina og við heyrðum rosalega mikið í honum sem við gerum ekki vanalega, og Daníel kom upp í rúm til okkar, einhverra hluta vegna vill hann alltaf hafa annan fótinn á maganum á mér þegar hann sefur upp í og í gærkvöldi fann ég hvergi varnarkodda sem ég hef venjulega eins og brynju til að hann geti ekki gert þetta, svo ég var með þriggja og hálfs árs fót á maganum hálfa nóttina.

- Það er langur dagur í skólanum fyrir höndum í dag.

|