Sunday, January 15, 2006


Það er búið að vera viðbjóðslegt veður hérna seinustu daga.
Rok, smá rigning og ógeð.
Í gær var samt góður laugardagur, fórum í heimsókn til vina um miðjan daginn, tókum með kippu af bjór. Já, þetta veður fær mig til að langa til að drekka um miðjan dag.
Í joggingbuxum. Eftir að hafa fengið að leggja mig í hálftíma fórum við út að borða á kínverskan stað.

Í hvert skipti sem ég kem á kínverskan stað lendi ég alltaf í sama vandanum.
Ég man ekki hvað er hvað? Hvað er aftur lo mein? Er það þetta í brúnu sósunni eða er það sem er í glærri sósu og bragðast eins og munnvatn? Eða var það chop suei? Og hvernig er þá aftur chow mein? Og hvað er egg foo young? Svo við ákváðum að taka tvær áhættur og byrja svo að halda dagbók um kínverskan mat.

Þegar ég kom heim startaði ég nýjum fæl í tölvunni sem heitir chinese food. Lo mein: núðluréttur í brúnni sósu með strimlum af kjöti, frekar góður. Egg foo young: einhvers konar mjög spes eggjakaka með brúnni sósu til hliðar, frekar góð.

Eftir að hafa þurft að senda til baka kók sem var eins og það kæmi úr lélegu sóda strím tæki frá sjöunda áratugnum ákvað ég að halda áfram að vera laugardagsbytta fjölskyldunnar og pantaði mér maí taí. Hann bragðaðist eins og hálf fullt glas af rommi með skvettu af ananasdjús og klökum. Kúgaðist við hvern sopa. Neil fannst það vera ráð að hella mikið af sykri út í drykkinn, hræra og reyna svo að drekka hann. Það bragðaðist eins og sykurvatn og romm. Viðbjóður.

Heima beið okkar myndin No such thing, sem er fræg á Íslandi fyrir þær sakir að hún er tekin upp þar. Fjallar um einhverja ófreskju og stelpu sem fer til að taka viðtal við hann og fer svo að hjálpa honum að deyja. Virkilega furðuleg mynd. Mjög hressandi samt að horfa á mynd sem maður myndi annars aldrei sjá eða vita af af því að hún er ekki ein af þessum stóru myndum. Mæli með henni ef einhver vill sjá eitthvað öðruvísi. Líka gaman að sjá hvern íslendinginn á fætur öðrum eins og Ingvar S, Baltasar, Helga Björns og fleiri. Hóm svít hóm. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.

Að lokum er hér eins spurning:
Hvaða ungi maður er þetta:

|