Saturday, January 14, 2006

Meirihlutinn af orkunni minni þessa dagana fer í að velta fyrir mér hvernig ég eigi að koma höndum yfir ákveðin stígvél sem mig hefur langað í lengi og móðir mín er búin að segjast ætla að gefa mér í afmælisgjöf.....
þau hættu í framleiðslu fyrir svoldlu síðan og ég sé ekki að ég geti fengið þau neins staðar annars staðar en á ebay.
Sá er galli á gjöf Njarðar að ég hef aldrei séð þau öðruvísi en á mynd, hvað þá mátað.
Bullandi áhætta í gangi hérna.

|