Stundum rek ég mig á það að íslensk orðasambönd og svona þýðast ekki vel á ensku.
Eins og áðan þegar ég ætlaði að fara að vaska upp en það var svo fáránlega mikið til að vaska upp og ganga frá að ég leit á Neil og sagði "you know, there is so much to clean up here that my hands fall looking at it."
Eða þegar ég kom heim einhvern tímann og sagði "my car needs windowpiss"
Eða þegar ég var að hlæja í hópi ameríkana, sló á lærið á mér og sagði "I will not get any older!"
Á svona stundum finnst ameríkönum ég svoldið öðruvísi.