Wednesday, October 26, 2005

Ég sá þetta hjá Jóhönnu Ýr og die Hausfrau (alltaf þegar ég les þetta og skrifa les ég þetta á íslenska mátann, semsagt ekki dí hásfrá heldur, dí hausfrau, fattiði)
nema hvað, voða sneddí allt saman, júsless upplýsingar um mig, og jidúdda mía, ekkert um hvaða mál eru í brennidepli í amerískum háskólum; Papa don´t preach.

Núverandi föt: Gallabuxur, svartur bolur, blá hneppt peysa, nýju bleiku prjónasokkarnir mínir með tægerloðinu efst, var að kaupa þá vegna sífellds fótkulda

Núverandi tími: fimm mínútur eftir sjö, eftir hádegi

Núverandi dagur: Miðvikuddagur

Núverandi skap: nokkuð melló, bara ágætt, fyrir utan kvef og hor

Núverandi hár: millisítt, skol-einhvern fjandinn með úrsérvöxnum strípum, tilraun til tagls í gangi, ég verð að fara að gera eitthvað í málinu, ég hef bara ekki tíma til að fara á hárgreiðslustofu, svo ég er að spá í að kaupa mér lit og biðja Neil um að hjálpa mér að kippa málinu í lag, hann tók nú eina viku af cosmotology í gaggó-num sem hann var í í gamla dagana

Núverandi pirringur: helvítis kvefið og brúnn blettur á gólfteppinu í stofunni hjá mér sem leigusalinn er ekki að gera neitt í

Núverandi lykt: armani night skiptist á við love spell frá victoria´s secret

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera: ganga frá eftir matinn, ég kveikti á tölvunni, einungis til að heyra kvöldfréttirnar frá Rúv, kíkti svo á tvö blogg, fann þessa hugmynd og varð að létta aðeins á mér

Núverandi bók: Þetta eru asnar Guðjón, eftir Einar Kára, í bland við skólabækurnar. Eftir að hafa lesið Storm mundi ég hvað mér finnst EK skemmtilegur og núna er ég með missjón að lesa allt eftir hann, með góðri hjálp mömmu og bókasafns Garðabæjar hef ég allt sem ég þarf

Núverandi áhyggja: hvort ég á að hætta í Sandy´s eða ekki......að ég sé ekki að læra nóg, og sé ekki komin með Halloween búning fyrir næsta sunnudag og mánudag

Núverandi löngun: ég er nokkuð södd og sæl en myndi ekki slá hendinni við einum góðum kokteil og einni valíum

Núverandi lag: Baby don´t worry about a thing.....every little thing gonna be alright, ég raula þetta lag alltaf inn í mér ef það er eitthvað stress í gangi, gerist ómeðvitað, ég ólst svoldið mikið upp svona "self-soothing" (þeir sem ekki skilja kíkið á kvikmyndina Meet the Fockers)

Núverandi ósk: friður á jörð og hamingja handa öllum, og ókei, vinna í lottói líka væri fínt

Núverandi lag á heilanum: do the monkey (wiggles)

Núverandi eftirsjá: að hafa skilað campers boxersa stígvélunum og fengið mér loðhelvítin og einhverjar þrjár peysur í staðinn, why!?!?!

Núverandi vonbrigði: D einkunninn sem ég fékk í woman´s studies í dag. En ég fékk samt 29 af 30 fyrir aðra ritgerð sem ég gerði um daginn (og Jóhanna Ýr hjálpaði mér með, takk eskan)

Núverandi skemmtun: Daníel Bjarni er alltaf fyndinn, ég var líka að fá fyrstu seríuna af Coupling og finnst það ansi góð skemmtun, sem og ameríska office

Núverandi verkir: ennisholurnar, það er þvílíkur þrýstingur og ef ég snýti ekki í tæka tíð breytist þrýstingurinn í hellur fyrir eyrunum

Núverandi Staður: stend inn í eldhúsi með tölvuna á svona lítilli eyju (æi borð á hjólum) við hliðina á eldavélinni

Núverandi Bögg: kvabbið í kommentakerfinu (þú veist hver þú ert!)

Núverandi vinir: tjjah, ég er ekki búin að eignast marga vini hérna í Westerly, en það kemur.....en ég á marga æðislega vini á Íslandi, ég elska ykkur öll þið vitið hver þið eruð!!!
og bæ ðe vei, ég er að fara í partý á laugardagkvöldið, það gerist eiginlega aldrei hjá mér hér svo ég hlakka til

|