Tuesday, October 25, 2005

Nokkrir punktar

- er að skrifa prófæl storí fyrir journalism 220 svo ég má ekki vera að þessu bloggrugli akkúrat núna
- en ég er ekki byrjuð þannig að ég ætla að fresta því aðeins lengur
- það rigndi alla helgina sem mamma var í heimsókn, ég fékk kvef sem var svo ógisslegt að ég breyttist í sílekandi horkrana sem hnerraði átta sinnum á klukkutíma, en það var nú samt gaman hjá okkur, við fórum út að borða og versluðum smá, mamma keypti handa mér ný náttföt svo núna ætla ég að losa mig við risastóru, víðu, hvítu, götóttu tommy hilfiger náttbuxurnar sem ég keypti þegar ég var í 10.bekk og Neil hatar hann segir að þær séu ósýnilegar á rassinum
- Neil keyrði með bíllyklana mína í morgun í skólann sinn sem er í 58 km fjarlægð svo ég varð að labba með Daníel í leikskólann í grenjandi roki og rigningu. Sem betur fer eigum við bæði pollagalla.
- Alvara lífsins kallar. Verð að fara að skrifa, verst að ég get ekki haft þetta næstum því eins flott og ég vildi. En mottóið mitt í gegnum lífið er þetta:

"Þetta reddast"

Bið að heilsa öllum, kyssið alla frá mér, elskið friðinn og strjúkið kviðinn.
Písát.

|